Mánudagur, 7. nóvember 2016
Tveir formenn í Framsóknarflokknum
Í Framsóknarflokknum eru tveir formenn, núverandi og fyrrverandi. Núverandi formaður ber ábyrgð á 10,5 prósent fylgi flokksins en sá fyrrverandi skilaði 25 prósent fylgi árið 2013.
Það liggur í hlutarins eðli að flokkur með tvo formenn innanborðs, sem hvor á sína stuðningsmenn og sitt bakland, er ekki vel starfhæfur sem ein heild. Þeir sem skipulögðu aðförina að fráfarandi formanni starfa á bakvið tjöldin að sannfæra flokksmenn að farsælast sé að fylkja sér að baki sitjandi formanni.
En það er ekki sannfærandi að hógvær staðarhaldari geri betur en aðsópsmikill húsbóndi rétt eftir að þingflokkurinn missti 11 af 19 þingmönnum.
Formannsskipti Framsóknarflokksins kortéri fyrir kosningar er ein undarlegasta flokkspólitíska aðgerð seinni ára. Henni verður helst líkt við óvænt formannsframboð þingmanns Samfylkingar gegn þáverandi formanni, Árna Páli Árnasyni, sem gerði sitt til að eyðileggja trúverðugleika Samfylkingar.
Eftir formannsskiptin féll Framsóknarflokkurinn í gamalkunnugt far. Flokkurinn er með um 20 prósent fylgi á landsbyggðinni en 5 til 7 prósent í Reykjavík og SV-kjördæmi. Framsóknarflokkurinn verður ekki gerandi í stjórnmálum undir þessu kringumstæðum.
Stjórnmálakerfið er ölduróti þessi misserin. Sjö flokkar eru á alþingi. Stjórnmálaflokkur sem hjakkar í sama farinu verður skilinn eftir.
Krefjast sætis fyrir Sigmund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér verður að staldra við og gratulera. Hér er párað um fyrrverandi formann Flugvallasóknarbandalagsins og ekki rætt um RÚV í sömu andrá.
Það hjóta að vera "blogg" tíðindi dagsins.
En frekara steypibað úr blöðru höfundar í garð okkar ágæta Ríkisútvarps hýtur að koma dag.
Sá lætur ekki sitt eftir liggja.
Varðandi efnið, þá höfundur líklega ekki búinn að drekka kaffið sitt, enda gerir hann sér ekki grein fyrir því að nýr formaður var kjörinn á lýðræðislegan hátt og sá nýji var aðeins búinn að sitja í 4 vikur þegar kosið var til alþingins, þannnig að hjal um "töpuð þingsæti" eiga frekar heima hjá þeim sem situr í öndvegi í Norðurlandskjödæmi eystra.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.11.2016 kl. 08:27
Bölvuð synd að formaðurinn fyrrverandi skildi ekki leyfa flokknum að fá að njóta áætlunar sinnar um kosningabaráttu sem sem átti að skila flokknum 18% fylgi. Samt pínu skrýtið að þau sem voru með honum í stjórn, eða aðrir framámenn í flokknum, vissu ekkert um þessar áætlanir. En Sigmundur er grandvar maður og gætir þess að gögn komist ekki í hendur óvina. Hann hefur eflaust unnið að áætluninni aleinn heima á Hrafnabjörgum á kvöldin, með dregið fyrir gardínur.
Nú er bara að halda áfram undirróðrinum gegn forystunni og vonast til að ná formannsætinu fyrir næstu kosningar. Kannski hann geti geymst kosningaáætlunina sína þangað til?
Nú, nema að Framsókn setjist í stjórn og Sigmundi bjóðist stór ráðherrastóll. Það má endurvinna vináttu með slíku vinarbragði.
Skeggi Skaftason, 7.11.2016 kl. 09:22
Enn er safnað í sarpinn fyrir sams konar útskýringar á hruni af ýmsu tagi. Síðustu misseri hefur verið dyggilega unnið að því að kenna þeim, sem rústabjörgun Hrunsins lenti á, um "hið svokallaða Hrun."
Í gær var óðaverðbólgan, sem skall á þjóðinni 1973-74, komið yfir á flokkinn, sem hafði farið úr ríkisstjórn tveimur árum fyrr, og þessi verðbólgualda, sem náði hámarki 1974, er snyrtilega færö rétt si svona yfir á árið 1978 þegar umræddur flokkur komst í stjórn í eitt og hálft ár.
Nú á að kenna þeim, sem lentu í rústabjörgun Framsóknarflokksins eftir fylgishrun í kjölfar frétta á heimsvísu um Panamaskjölin, um þetta fylgishrun og búin til sú kenning, að einmitt sú persóna, sem olli þessu fylgishruni, hefði þvert á móti verið meinað um að tvöfalda fylgið, - afsakið þrefalda fylgið samkvæmt pistlinum.
Ómar Ragnarsson, 7.11.2016 kl. 10:41
Sigmundur er grandvar,þess vegna var hann grandalaus þegar ólukkans seinasta axarskaft féóðra Esbésinna reið yfir fyrir atbeina RÚV og skrílljónans.-
Væruð með lífsmarki hefðuð þið látið Árna Pál klára sína formannstíð.-
Öfugt við þig Skeggi er Sigmundur að hugsa um hvað er best fyrir landið og vinnur samkvæmt því. Til þess þarf að komast að og gjalda óvinum Íslands rauðan belg fyrir þann gráa.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2016 kl. 01:03
Vansælir er þeir sem enn lifa i þráþyggju Panamaskjala !! ...En skilyrðislaust á SDG ráðherrastól ,komist framsókn i Rikisstjorn til að halda áfram sinm góðu verkum með sem ekki var nærri lokið þegar RÚV hennti fylubombunni yfir allt og alla ...og rústaði mönnum og málefnum !
rhansen, 9.11.2016 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.