Skelfing fylgir kosningasigrum krata

Kratar eru 15 prósent þjóðarinnar, eins og línuritið með fréttinni sýnir. Þegar kratar, þ.e. Alþýðuflokkur eða Samfylking, vinna kosningasigra og fara upp fyrir 15 prósent fylgja í kjölfarið skelfingar fyrir land og þjóð. Sagan geymir glögg dæmi þessa.

Árið 1978 vann Alþýðuflokkurinn stórsigur í kosningum, fékk 22 prósent fylgi. Kratar og Alþýðubandalag, sem einnig vann sigur, mynduðu ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Sjórnin lifði í eitt ár og var undanfari verðbólgubálsins á áttunda áratugnum.

2007 fékk Samfylking tæp 27 prósent fylgi og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hrunið árið eftir segir allt sem segja þarf um kratahörmungarnar.

Árið 2009 var Samfylkingin sigurvegari kosninganna. Meðsigurvegari var arftaki Alþýðubandalagsins, Vinstri grænir, og fyrsta hreina vinstristjórnin leit dagsins ljós. Skelfingin í kjölfarið voru Icesave-samningar, sem nærri gerðu þjóðina gjaldþrota, og ESB-umsóknin 16. júlí 2009 sem klauf þjóðina í tvennt.

Landið tók að rísa þegar Samfylking féll niður í 12,9 prósent fylgi í kosningunum 2013. Eftir kosningarnar síðustu helgi, þegar Samfylkingin minnkaði niður í 5,7 prósent, bíður þjóðarinnar blóm í haga - eins lengi og kratar haldast innan 15 prósent markanna.


mbl.is Kratar í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er verið að endurskrifa söguna hressilega og dæmi tekin.

 Fróðlegt að sjá hér að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu hvergi nærri Hruninu.

Líka, að óðaverðbólgan, sem hófst 1973 en ekki 1978 eins og hér er haldið fram, og stóð samfellt þar til Íslandsmeti var náð 1983, var krötum að kenna, sem voru allan þennan tíma utan stjórnar nema sem minnihlutastjórn í þrjá mánuði snemmvetrar 1979. 

Verðbólgan mikla hófst nefnilega rúmu ári eftir að kratar hrökkluðust úr stjórn 1971. 

Nú er bara að halda áfram og segja að fyrsta mikla verðbólgan eftir fullveldi, á árinu 1942, þegar minnihlutastjórn Ólafs Thors og síðar utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar sátu, hafi verið krötum að kenna. 

Ómar Ragnarsson, 6.11.2016 kl. 14:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að það sé rétt hjá Páli að setja þetta í samhengi. Getum við sæst á þá almennu kenningu að fari konsingafylgi Krata yfir rauðvínsstyrkleika sé vá fyrir dyrum. Góðæri sé hinsvegar þegar fylgið er mælt  í bjórstyrkleika.

Halldór Jónsson, 7.11.2016 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband