Kaupmátturinn og krónan þurfa ríkisstjórn XD og XV

Tveir hagfræðingar gerðu úttekt á kaupmættinum annars vegar og hins vegar stöðu krónunnar. Már Wolfgang Mixa segir kaupmátt Íslendinga á sömu slóðum og 2007, rétt áður en hrunið skall á. Ólafur Margeirsson greinir þann veikleika, er krónan býr við, sem er að stofnanir ríkisvaldsins eru ekki nógu burðugar.

Til að viðhalda kaupmættinum, treysta undirstöður og skapa sátt um æðstu stofnanir samfélagsins þarf að setja saman ríkisstjórn sem endurspeglar breiddina í pólitíska litrófinu.

Eftir kosningarnar fyrir rúmri viku er einboðið að leiðandi öfl í slíkri ríkisstjórn hljóta að vera Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Flokkarnir eru hvor á sínum væng stjórnmálanna og ættu með málamiðlunum að finna samstarfsgrunn með þriðja flokki, er gæti verið Framsókn, Björt framtíð eða Viðreisn. Sáttastjórn í þágu velferðar og stöðugleika er besta framlag nýkjörins alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband