Björt framtíð boðar svartnætti smælingja

Smáflokkur Bjartar framtíðar vill að foringi smælingjanna, Benedikt V. í Viðreisn, fái umboð til mynda veika minnihlutastjórn. Þetta eru klækjastjórnmál, hönnuð til að þokuleggja lýðræðislegar kosningar.

Stjórnmálamenn sem reyna með klækjum að hindra framgang lýðræðislegra kosninga vinna gegn þjóðarhagsmunum.

Íslenska hefðin er að meirihlutastjórnir fari með landsstjórnina. Tilraun til að breyta áratugahefð er ósvífið valdaskak.


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að gera alltaf kröfu um meirihlutastjórn er árás gegn þrískiptingu valdsins. Alþingi á að vara óháð bæði ráðuneytum, ríkisstjórn og forystu stjórnarflokkanna og er það mun óháðara bæði ríkisstjórn og ráðyneytum ef það er minnihlutastjórn því þá þarf ríkisstjórnin alltaf að semja við þingið og vinna sínum málum fylgi meirihluta þingmanna sem í raun þarf ekki að gera þegar um meirihlutastjórn með þægum flokkshollum þingmönnum er að ræða.

Það er því alger steypa að halda því fram að minnihlutastjórnir séu atlaga að lýðræðislegum kosningum.

Sigurður M Grétarsson, 31.10.2016 kl. 18:55

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur virðist ekki átti sig að tíminn líður, sumir kjósa að þróast, sumir kjósa að sitja eftir í, jafnvel í stórbrotinnni fýlu, svo lyktar vel. Höfundur vill bara ekki breyta neinu. Ætla mætti að hann kysi hér Hanskaupmennsku aftur, þar sem lýðurinn æti skemmamjölið sem kæmi frá vonda vonda evrulandinu. 

Koma svo ágæti höfundur, vakna og fá sér vel og heitt kaffi. Hér munu hlutir breytast fyrir almenning, þá líka þá sem styðja einn forseta, svo annan frambjóðanda, svo einn stjórnamálaflokk, einn leiðtoga en skipta svo um rétt fyrir kosningar. Hér mun koma virkar lýðræði, já og afl álíka og flokkur sem höfundur keppist við að hata, Píratar munu hafa áhrif. .. En nú hefst höfundur við að safna í blöðruna.... það þarf að skammast aðeins meir út í nútímann.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.10.2016 kl. 20:36

3 Smámynd: Elle_

Nei ég er alveg sammála Páli.  Það er óviðeigandi að Benedikt hafi það umboð fyrstur og líka að Óttar biðji um það eða fari fram á það.  Það var þjóðin út um allt land sem valdi einn flokk umfram alla hina.

Elle_, 31.10.2016 kl. 22:02

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

það er ekki hægt að ætla lítilmennum að hugsa stórt.

En í það minnsta er Benedikt í Skýjunum.

Ragnhildur Kolka, 31.10.2016 kl. 22:53

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sigfús Ómar ætti að fletta upp orðinu lýðræði, í orðabók. Einnig hefði hann gott af því að lesa sér til um sögu Hansakaupmanna og viðskiptahátta þeirra við Íslendinga. Evrópusambandið er nefnilega Hansakaupmenn nútímans. Hvað er maður annars að tuða þetta? Samfylkingin R.I.P.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.11.2016 kl. 00:07

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óviðeigandi og óforskammað Elle. Hvaðan annarsstaðar en frá Evrópusambandinu hafa þessir dæmalausu skýjaglópar sjálfshól? Landið væri orðin verbúð Hansa,nei Esb,væru þeir enn við völd.
 Sjálfstæðisflokkurinn fékk yfirburða kosningu og forseti getur ekki gengið framhjá honum. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2016 kl. 03:28

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

70% kjósenda kusu ekki Sjálfstæðiflokkinn og meirihluti þjjóðarinnar hafnaiði þeirri ríkisstjórn sem hann sat í seinasta kjörtímabil. Það er því langt því frá sjálfgefið að jorseti láti Bjarna Ben fdá stjóprnarmyndunaræumboðið. Hann á að láta þann fá umboðið sem er líklegastur til að gera myndað stjórn og það er ekki sjálfgefið að það verði Bjarni Ben.

Þar fyrir utan felast í því miklir hagsmunir fyrr almnenning að Sjálfstæisfloknum verði haldið utan ríkisstjórnar. Með hann innaborðs verður haldið áfram að leggja þyrgri byrgðar á þá tekjlægstu en létt af þeim tekjkuhæstu. með þáinnaborðs verður ekki stigið neitt skref í átt að tímabærum og nayðsynlegum breytingum á stjórnarskránni n´æe stigið skref í þá átt að færa arðinn af sjávarauðlindinni frá kvótagreifunum semm eiga Sjálfstæðisflokkinn og til þjóðarinnarl Með  hann innanborðs verða heldur ekkis tigin nein skref í átt til frakari samvinni við lýðræðisfþóðir Evróu og jafnvel inngöngu í ESB sem yrði til mikilla hagsbóta fyrir almenningi í landinu.

Sigurður M Grétarsson, 1.11.2016 kl. 07:49

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Halldór, ég fletti lýðræðinu upp og þar kom í ljós að meirihluti er skipaður af þeim sem kunna, vilja og geta unnið saman, af þeim sem kosnir voru af lýðnum. ERGO, það voru 71% sem ekki kusu kórsins flokk og ekki víst að sá ágæti flokkur endi í stjórn. Veit svo ekki með samlíkingu þína við Hansakaupmenn og ESB. Mér sýnist þó munurinn vera að ´kórinnn hér já og íhaldsmenn vilji koma í veg fyrir að fullt vöruúrval frá ESB komist til landsins. Úr því að þú telur þig fróðari en aðir hér um þessi mál, þá færi nú vel á því að þú gætir svarað afhverju hér er 400% tollur á sætum kartöflum...þú mannst, þær eru ekki ræktaðar hér á landi.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.11.2016 kl. 09:25

9 Smámynd: Elle_

Ekki veit ég hvaða kór Sigfús meinti en alltaf svo hlýlegur Sigfús.  Persónulega skipti ég ekki á fullveldi og neinu, hvað þá fyrir evrópskar kartöflur.  Sigurður minn, fólk í dýrðinni ykkar Sigfúsar vill út.  Við verðum ekki að vera innilokuð í sambandinu til að vera í samskiptum við einn eða neinn. 

Elle_, 1.11.2016 kl. 11:23

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ágæti Sigfús.: Tæp 95% þjóðarinnar kaus ekki Samfylkinguna. Tæp 95% þjóðarinnar kaus ekki Bjarta Framtíð. Tæp 90% þjóðarinnar kaus ekki Viðreisn. Tæp 85% þjóðarinnar kaus ekki Pírata, svo ég átta mig ekki alveg á þessari 70% samlíkingu. 400% tollur á sætar kartöflur var settur á tíð fyrri stjórnar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.11.2016 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband