ESB-dauði Samfylkingar, sveitaflokksins

Samfylking er með 3 þingmenn, alla úr landsbyggðarkjördæmum. Flokkurinn er eini hreinræktaði ESB-flokkur landsins en á engan þingmann í þeim kjördæmum þar sem áhugamenn um ESB-aðild er helst að finna.

ESB-stefna Samfylkingar drap flokkinn. Í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fékk flokkurinn tækifæri að hrinda stefnunni í framkvæmd en mistókst hrapalega. Eftir það átti Samfylking að draga lærdóm af og setja ESB-málið ofan í skúffu.

En Samfylkingu var um megn að draga lærdóm af reynslunni og stökk á popúlistavagn Pírata. Afleiðingin er steindauður flokkur.


mbl.is Móta afstöðu til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég held ekki að þetta sé rétt hjá þér, Páll. Björt framtíð er líka með ESB-aðild sem sitt eina stefnumál. Fyrir utan það að vilja breyta klukkunni.

Aztec, 30.10.2016 kl. 18:40

2 Smámynd: Elle_

Og svo er það líka hin rangnefnda Viðreisn.

Elle_, 30.10.2016 kl. 18:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í stefnuskrá Bjartrar framtíðar er raunar engin afgerandi afstaða tekin til önnur en sú að vilja kjósa um framhald viðræðna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 19:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar. Ertu ekki að rugla þeim saman við Pírata?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2016 kl. 19:58

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Held Dagur þurfi að endurskoða ákvörðunina um lokun neyðarbrautarinnar, þ.e. ef hann vill viðhalda samstöðu kjaftaklúbbsins. 

Ragnhildur Kolka, 30.10.2016 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband