Sunnudagur, 30. október 2016
RÚV-stjórnin lifði í sex daga
Píratar í samvinnu við RÚV bjuggu til ríkisstjórn vinstriflokka á sunnudaginn var. RÚV flutti linnulítið jákvæðar fréttir af stjórninni og sópaði undir teppið vondum fréttum en allt kom fyrir ekki.
Fréttamenn RÚV eru með böggum hildar í beinni og tala helst um Panamaskjöl og fallna ríkisstjórn en gleyma aðalniðurstöðu kosninganna, sem er stórsigur Sjálfstæðisflokksins.
RÚV fékk ásamt Samfylkingu lítilmótlegustu útkomu kosninganna.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með 27,7% í NA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jájá - mikið er 'vald' rúv
Rafn Guðmundsson, 30.10.2016 kl. 00:35
En skemmtilegt! Það er sem sagt ekki aðalfrétt kosninganna að stjórn, sem virðist ætla að skíttapa sjö þingmönnum og fara úr 35 þingmönnum niður í 28 sé kolfallin!
Og fyrir aðeins nokkrum mánuðum var Framsóknarflokkurinn mærður á hverri bloggsíðunni á fætur annarri sem skínandi sól í íslenskum stjórnmálum.
Ómar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 01:32
Skínandi mennskar sólir vekja upp grimmilegt hatur þeirra sem tókst ekki þeirra vegna,að svíkja á lymskulegan hátt eignarhlut landa sinna í yfirþjóðlega valdið ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2016 kl. 03:54
Ómar minn, Framsókn var skemmd utan frá með persónuárásum og lygum gegn Sigmundi. Kannski þeir rísi aftur upp. Helga, Samfó næstum hvarf, en ekki alveg enn. Sjálfstæðisflokkurinn var glæsilegur þarna og VG kom á óvart, skil ekki að fólk þori aftur að treysta þeim eftir blekkingarnar 2009.
Elle_, 30.10.2016 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.