Vinstristjórn; skammtímalausnir og stutt kjörtímabil

Vinstristjórn Pírata, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar ætlar að skaffa landinu nýja stjórnarskrá á nokkrum mánuðum og boða síðan til nýrra kosninga, enda þurfa tvenn þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar með kosningum á milli.

Skammtímalausnir verði í boði á þessu stutta kjörtímabili. Píratastjórnin verður fyrst og fremst upptekin af stjórnskipunarumræðu og önnur mál munu sitja á hakanum. Þeir sem eiga samskipti við ríkisstjórnina, hvort heldur aðilar vinnumarkaðarins eða erlendar ríkisstjórnir, vita að Píratastjórnin er ómarktæk í málefnum með lengri líftíma en nokkra mánuði.

Það hentar hrægammasjóðum ágætlega að fá veika vinstristjórn að eiga við. Þeir hugsa líka til skamms tíma, vilja fá peningana sína strax til að taka úr landi. Af reynslu vita erlendir hrægammar að vinstristjórnir standa ekki á íslenskum hagsmunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Heilbrigðismálin sem sé sett á ís af vinstriflokkunum. - Hvers vegna bregða fjölmiðlarnir ekki ljós yfir lögbrot forsvarsmanna Pírata, bara bloggari úti í bæ. Ansi víða þættu þau saga til næsta bæjar.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 27.10.2016 kl. 12:21

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að kröfuhafar í þrotabú bankanna komist lengra með vinstri stjórn heldur en hægri stjórn. Gleymum því ekki að hægt var að ná fram stöðugleikaframlagi vegna þess að á árinu 2012 voru samþykkt lög á Alþingi sem setti slitabú bankanna undir gjaldeyrishöft. Án þeirra laga hefðum við ekki haft neina samningsstöðu. Því er skemmst frá að segja að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn þessum lögum og allir þingmann Framsóknarflokksins sátu hjá. Það er því ekki núverandi stjórnarflokkum að þakka að það tókst að ná hundruðum milljarða af þrotabúunum í stöðugleikaframlag.

Sigurður M Grétarsson, 27.10.2016 kl. 15:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Raunar er enn inni bráðabirgðarákvæði í stjórnarskrá sem fríar menn frá ákvæðinu um tveggja þinga samþykki. Það gildir til 30. Apríl n.k.

Eru menn svo illa að sér að vita þetta ekki?

Þetta er líklega höfuðástæðan fyrir því að öllu var hér hleypt í bál og brand. Ríkistjórnin mátti ekki sitja út kjörtímabilið, því þá hefði ekki verið hægt að krækja framhjá öryggislæsingu stjórnarskrárinnar.

Höfuðatriðið verður að leyfa framsal ríkisvalds svo hægt verði að halda áfram "samningum" um inngöngu í ESB. Allt hjal um ákvæðið um auðlindir í þjóðareign er bara lýðskrum og gulrót til að lokka fólk að þeirri niðurstöðu. Í öllum lögum um auðlindir er þegar tekið fram að þær séu sameign þjóðarinnar. Ákvæði í stjórnarskrá breytir engu þar um. Ráðstöfun auðlindanna verður áfram í höndum kjörinna fulltrúa ergo, alþingis.

Ekki gleyma til hvers og hversvegna stjórnarskrármálið varð til.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 17:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Á miðju kjörtímabili þeirrar norrænu fóru að skýrast lymskulegar aðferðir þeirra,sem tengdust ákafa um inngöngu í ESb án undan genginna þjóðaratkvæðagreiðslu. 


                                        
En þetta bráðabirgðarákvæði nei. Ekki var mér hleypt inn á þennan vef hér frá Jóni Steinari. 

Það er verk að vinna hjá sjálfboða'liðssmanni á plani. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2016 kl. 22:29

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Steinar. Í þessu ákvæði er krafa um að sú stjórnarskárarbreyting verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því ekki hægt að lauma neinum ákvæðum í stjórnarskrá sem meirihluti þjóðarinnar er á móti. Auðlindir í þjóðareign er ekki fyrirsláttur heldur mjög mikilvægt ákvæði í stjórnarskránna. Það er engin öryggisventill í núverandi stjórnarskrá sem stjórnarandstöðuflokkarnir vilja burt. Höfum í huga að ákvæðið um framsal ríksvalds er háð því skilyrði að það sé gert þannig að það sé afturkræft með samþykki Alþingis. Með öðrum orðm er ekki verið að heimila óafturkræft framsal ríkisvalds í því ákvæði.

Sigurður M Grétarsson, 28.10.2016 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband