Óheiðarleiki Pírata - smjörklípa RÚV

Píratar kynna sig sem ,,heiðarlega" og ,,gáfaða". Á fésbók þeirra segir:

2. Það er heiðarlegt fólk í Pírötum
Þetta er mikilvægasta ástæðan. Í Pírötum er fullt af heiðarlegu og gáfuðu fólki sem er hægt að treysta til að standa við loforð sín.

Gáfnafar og heiðarleiki Pírata er ekki meira svo að þeir skreyta sig með háskólagráðum sem engin innistæða er fyrir.

Píratar mynduðu ríkisstjórn um síðustu helgi í krafti þess að þeir eru með um 20 prósent fylgi. Þegar ríkisstjórnarflokkur verður ber að óheiðarleika, en þykjast samt heiðarlegastur af öllum og gáfaðastur (auðvitað), skyldi ætla að Ríkisútvarpið, RÚV, myndi fjalla um málið. 

En nei, RÚV má ekkert vera að því að fjalla um óheiðarleika Pírata. Þess í stað býður RÚV upp á sjóðandi heita frétt um að Dögun vilji þrjú ráðuneyti í næstu ríkisstjórn.

Dögun er með 1,5 prósent fylgi og mun ekki koma manni inn á alþingi. En þetta er samt fyrsta pólitíska frétt RÚV í einn og hálfan sólarhring á meðan þjóðin talar um óheiðarleika Pírata.

RÚV-fréttin um þrjú ráðuneyti Dögunar er smjörklípa af síðustu sort og kemur þó margt aumkunarvert frá Efstaleiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Páll

Hvað með svo kallað kosningabókhald pírataflokksins? Af hverju þarf að viðhafa þessa leynd á milljóna króna eyðslu flokksins í "verktaka". Þetta er næst stærsta peninganotkun flokksins á fé frá almenningi. Hvað er svona hættulegt að það þolir ekki dagsins ljós, að grípa þarf til sérstakrar "persónu verndar" fyrri þá sem fá opinbert fé frá flokknum. Verndar gegn hverju? Greinilegt er að flokkurinn álítur þessar upplýsingar ekki þola dagsins ljós. Hafa verktakar krafist þess að ekki megi upplýsa að þeir hafi unnið fyrir flokkinn og fengið opinbert fé fyrir? Flokkurinn krefst einnig sérstakrar verndar og leyndar gegn kjósendum þegar þeir ræða um meðferð þess umboðs sem þeir eru sækja til kjósenda á kostnað almennings í komandi kosningum til Alþingis Íslendinga.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.10.2016 kl. 16:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðin yfir hugtakið frétt er "nýtt", news, nyheder. Það verður að teljast óvenjulegra að flokkur, sem ólíklegt er að fái menn á þing, ræði um að fá þrjá ráðherra í næstu stjórn, óvenjulegra en það hvort fulltrúar flokka ræði eða jafnvel lofi ákveðnu stjórnarsamstarfi fyrir kosningar eins og gerðist 1963, 1967, 1971, 1995, 1999, 2003 og 2007. 

Ómar Ragnarsson, 26.10.2016 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband