Sunnudagur, 23. október 2016
RÚV-stjórnin: lokaður fundur um opin stjórnmál
RÚV-stjórnin, sem efnt er til viku fyrir lýðræðislegar kosningar, ætlar ekki að segja þjóðinni hvað hún stendur fyrir áður en kemur að kjördegi. Vinstriflokkarnir segjast boða opin og gagnsæ stjórnmál, en funda á bakvið luktar dyr.
Þegar fulltrúar flokkanna koma úr bakherbergi veitingahúss í miðbænum er ekkert að frétta. Engin málefni eru nefnd og ekkert sagt um stjórnarstefnuna, sem RÚV-stjórnin vill þó að fái blessun kjósenda næstkomandi laugardag.
RÚV-stjórnin er búin til úr 4 stjórnmálaflokkum sem allir eru með sínar áherslur. Það er ekkert að marka það sem frambjóðendur Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja á fundum með kjósendum næstu daga. Þeir eru þegar búnir að véla um málefnin sín á milli á lokuðum fundi en neita að segja þjóðinni niðurstöðuna.
Flokkarnir funda aftur á fimmtudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja, er þá ekki bara fjórflokkurinn að fæðast.
Ragnhildur Kolka, 23.10.2016 kl. 17:26
Þeir sem hafa talað mest um "fjórflokkinn", verða hann. Þetta er með betri athugasemdum sem ég hef séð Ragnhildur.........
Jóhann Elíasson, 23.10.2016 kl. 18:20
Sjaldan séð annað eins lýðskrum og þessir
4-5 flokkar standa fyrir.
Er ekki að mæla hinum bót.
En greinilegt er að það er ekkert nýtt
í kortunum.
Áfram gegnsæi og spilling.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.10.2016 kl. 20:38
Ætla þau ekki að birta fyrirætlanir sínar tveimur dögum fyrir kosningar? Það er að segja á fimmtudaginn...
Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2016 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.