Laugardagur, 22. október 2016
Birgitta forsætisráðherra treystir ekki þjóðinni
Leiðtogi Pírata ætlar sér embætti forsætisráðherra viku áður en þjóðin fær að kjósa hvort hún vilji Birgittu Jónsdóttur sem forsætisráðherra eða ekki. Vinstri-píratíska ríkisstjórnarbandalagið er gagngert sett upp til að taka völdin áður en kosningarnar fara fram.
Ef Píratar og smáflokkar vinstrimanna treystu þjóðinni myndu þeir annað tveggja hafa boðið fram sameiginlegan lista eða beðið fram yfir kosningar að mynda ríkisstjórn. Aðferðin sem þeir nota gengur gegn lýðræðislegum hefðum og venjum hér á landi.
Píratar og vinstriflokkarnir hafa á síðustu árum þróað aðferð til að ná undirtökum í samfélaginu með snöggu áhlaupi þar sem skotmark er valið í tengslum við upphlaup í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Píratar og vinstriflokkarnir eru með sjórnarráð Íslands sem skotmark að þessu sinni. Þeir bjuggu til pólitíska óreiðu, bæði með fjölda framboða og áróðri um ónýta Ísland. Þeir ætla núna, viku fyrir kosningar, að bjóða fram valkost til að ,,bjarga" þjóðinni frá upplausn sem Píratar og vinstriflokkar sjálfir bera ábyrgð á.
Með aðstoð fjölmiðla, RÚV er þar í fararbroddi, er dregin upp sú mynd að hér sé allt í volæði sem aðeins Píratar og vinstriflokkarnir geta bætt úr. Samfélagsmiðlar endurvarpa RÚV-áróðrinum og magna þannig upp hugarástand taugaveiklunar og móðursýki.
Landinu verður ekki stjórnað með vinstri-píratískum áhlaupum. Ef herbragðið heppnast í þetta sinn, og Píratar og vinstriflokkarnir fá meirihluta á alþingi næsta laugardag, mun fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn taka völdin. Stjórnlistin sem kom þeim til valda verður þá opinber stefna ríkisstjórnarinnar: óreiða og ónýta Ísland.
Það er aðeins ein leið til að koma í veg fyrir valdatöku Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Hún er að kjósa ekki þessa flokka á laugardaginn kemur.
Það eru enn sjö dagar til kosninga.
Treystum þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhver framboðanna munu alltjént tapa á þessu framtaki Spái því að komandi kosninganótt verði spennandi.
Kolbrún Hilmars, 22.10.2016 kl. 17:41
Getur Birgitta verið rðaherra? Er hún ekki eftirlýst í Bandaríkjunum fyrir Netglæpi og aðstoð við þjófinn Julian Assange. Njósnatölvumálið á Alþingi Íslendinga var sagt þaggað niður af Össuri Skarphéðinssyni, Hún sé algerlega komin upp á hans náð og miskunn eftir það.
Hvað með fortíð hennar í hippaheiminum?
Halldór Jónsson, 22.10.2016 kl. 21:08
Ég ber mikla virðingu furir bæði Assange og Snowden fyrir að hafa uppljóstrað um glæpi. Hins vegar ber ég nákvæmlega enga virðingu fyrir hræsnaranum og dramadrottningunni Birgittu Jónsdóttur. Ég er nokkuð viss um að ef hún væri ekki með í flokknum, þá væri fylgi flokksins mikið meira, því að hún er tákngervingur sjálfhverfu og duttlunga og ekki treystandi til að hafa ábyrgðarstöðu. Auk þess hef ég enn ekki fyrirgefið henni svikin við kjósendur sem hún og hin tvö, Margrét og Þráinn, gerðu sig sek um eftir kosningarnar 2009.
Og eins og Páll segir, það á ekki að kjósa þetta lið sem þegar er farið að mæla breiddina á ráðherrastólunum, og það er heldur ekki erfitt að kjósa þá ekki. Hins vegar gagnar það lítið, ef maður getur ekki kosið flokk sem kemur manni á þing, samvizkunnar vegna.
Pétur D.
Aztec, 22.10.2016 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.