Laugardagur, 22. október 2016
Vinstri-Reykjavík gegn Íslandi
Vinstristjórnin, sem mynduð verður undir forystu Pírata viku fyrir kosningar, er reykvísk í pólitík og ESB-ísk í hugsun. Líkt og sáluga Jóhönnustjórnin mun hún etja höfuðborginni gegn landsbyggðinni.
Flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni til að rýma fyrir framlengingu miðborgarinnar, sem er uppeldisstöð vinstrimanna. Náttúran í mýrlendinu við Norræna húsið víkur fyrir malbiki og byggð sem greiðir fyrir útkalli vinstriflokkanna á vettvang við Austurvöll að gera hróp að alþingi þegar það lýtur ekki vilja vinstri-píratsins.
Vinstristjórnin fjármagnar gæluverkefni sín með uppboði á aflaheimildum, sem leggur í rúst atvinnulíf á landsbyggðinni.
Stjórnarskrá lýðveldisins verður fótum troðin til að auðvelda aðgerðasinnum beina aðkomu að stjórnsýslunni annars vegar og hins vegar að brjóta niður vörnina gegn aðild að Evrópusambandinu. Vinstrimenn ætla að setja ákvæði í stjórnarskrána sem gerir bloggher þeirra kleift að munstra tíu prósent kjósenda að taka ákvarðanir fyrir 90 prósent þjóðarinnar.
Það eru sjö dagar til kosninga. Þær ráða úrslitum um hvort landið verði vinstri-píratísk hrollvekja eða lýðveldi allra Íslendinga.
Ræða mögulega vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.