Uppboð á lífskjörum og atvinnu á landsbyggðinni

Vinstriflokkarnir, sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum, sameinast um kröfuna að aflaheimildir á Íslandsmiðum fari á uppboð. Lífskjör á landsbyggðinni og atvinnu þar væri teflt í tvísýnu með slíku ráðslagi.

Einar S. Hálfdánarson hrl. og lögg. endurskoðandi vann upplýsingar úr skýrslu Hagstofunnar, „Hagur veiða og vinnslu 2014".  Þegar allur kostnaður annar en skattar til ríkisins hefur verið dreginn frá tekjum stóðu eftir um 51,5 milljarðar króna árið 2014. Af þeim renna rúmir 28 milljarðar til ríkisins í formi skatta og rúmir 23 milljarðar til eigendanna. Þetta samsvarar 13% ávöxtun eigin fjár sem telst ekki mikið í áhætturekstri.

Ríkisstjórn vinstriflokkanna mun ekki sækja þessa 23 milljarða til útgerðar og vinnslu án þess að leggja í rúst mörg fyrirtæki á landsbyggðinni. Aðeins stórfyrirtæki væru með burði til að kaupa kvótann.

Það er vika til kosninga.


mbl.is Uppboðsleiðin veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vinstrið hugsar ekki í tölum. Það hugsar í atkvæðaveiðum og þar gildir einu hvort rangt sé farið með nánast alla hluti. Þistilfjarðarkúvendingurinn og sendiherradóttirin bestu vitnin þar um. Tilgangurinn helgar meðalið og látum almenning blæða. Áframhaldandi seta á þingi fyrir okkur, er mun ofar í okkar huga, en velferð almennings. Já, það er einungis vika til kosninga. Íslendingar eru ekki asnar. Því treysti ég því að þeir kjósi ekki svona bjálfa yfir sig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.10.2016 kl. 00:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig væri að við "hin"færum að óhlíðnast þessu ráðslagi öll sem einn.

Það væri þá í takt við upphlaupin sem þessir aðilar hafa haldið úti allan stjórnartíma Sjálfstfl.& Framsóknar. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2016 kl. 00:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver skyldi verða forseti Alþingis? Það yrði fróðlegt að sjá hvernig einhver af þessum vinstri strumpum höndlar það.

Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband