Svandís bítur agn Benedikts - lýðræðið aukaatriði

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna bítur á agn Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar sem í gær slakaði út samsærisbeitu um að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir stefndu að ríkisstjórn.

Benedikt smurði þykkt á beituna með ásökunum um spillingu frænda síns, Bjarna Ben., og óvandaða stjórnsýslu Steingríms J. í vinstristjórninni sálugu. Svandísi er nokkur vorkunn að gína við agninu - ráðherraferill Steingríms J. er viðkvæmt mál. 

Með afstöðu sinni stóreykur Svandís líkurnar á vinstristjórn undir forsæti Pírata, þar sem Vinstri grænir og Viðreisn fá fagráðuneyti. Og sálfræðistéttin kætist.

Betur færi að Svandís styddi lýðræðið og leyfði kjósendum að segja sitt álit áður en hún myndaði - eða afmyndaði - ríkisstjórn. En kannski er lýðræðið aukaatriði hjá öllum vinstrimönnum.


mbl.is Valkostirnir hafa kristallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband