Föstudagur, 21. október 2016
Vinstristjórn mynduð viku fyrir kosningar
Píratar eru með öll ráð vinstriflokkanna í hendi sér þar sem þeir mælast stærstir og gera kröfu um að fá stjórnarmyndurnarumboð frá forseta Íslands. Píratar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðu kosninga heldur mynda meirihluta á alþingi áður en þjóðin fær að segja sitt álit.
Smáflokkarnir Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn munu gera hosur sínar grænar fyrir Pírötum og leggja drög að nýrri ríkisstjórn um helgina. Vinstri grænu hosurnar, sem eru með álíka fylgi og Píratar, gætu gert tilkall til að vera meðforystusauðir Pírata.
Valdataka vinstrimanna viku fyrir kosningar lýsir virðingu þeirra fyrir lýðræðinu.
Funda um helgina um samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þá til nokkurs að halda kosningar? Verði búið að mynda nýja stjórn um helgina verður óþarfi að eyða peningum í kosningar. Eru Sjóræningjarnir ekki með allt í hendi sér? mér sýnist það. Lýðræði í huga Sjóræningjanna á bara við þegar þeim hentar, nú hentar það ekki.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.10.2016 kl. 12:40
Ég held að menn skilji ekki að Píratar eru að reyna að koma á alvöru lýðræði. Þeir vilja vera fljótir að mynda ríkisstjórn strax eftir kosningar, koma á nýrri stjórnarskrá. Rjúfa þing boða aftur til kosninga svo ný stjórnarskrá geti tekið gildi og komið á raunverulegu lýðræði í landinu. En þetta meiga gömlu skunkarnir ekki heyra á minnst. Þeir rugla bara út og suður og finna þessu allt til foráttu, þeir vilja bara gömlu skítafýluna áfram. Enda er skítafýla uppáhald skúnka.
En ef þetta tekst ( sem ég efast um vegna skúnkanna) þá er brotið blað í mannkynssögunni. ALVÖRU LÝÐRÆÐI. Þá getum við í framhaldinu lagt niður alþingi og fólkið kýs sjálft um sín mál. Þingmenn voru fundnir upp á sínum tíma þegar stórbændaveldið var og hét. Það var gert vegna þess að stórbændurnir áttu oft ekki heimangegnt og urðu þess vegna að hafa sína fulltrúa á þingi til að verja sína hagsmuni. Enn eru þingmenn að verja hagsmuni en nú eru það hagsmunir spillingaraflanna (skúnkanna) og á meðan svo er kemst ekkert raunverulegt lýðræði á í þessu landi.
Og í kjölfarið getum við minnkað stjórnsýsluna og embættismannakerfið um 90% og í framhaldinu fer fyrst að komast eitthvert vit í hlutina á þessu landi. Enda hefur sagan sýnt okkur að almenningi er miklu betur treystandi fyrir næalefnum þjóðarinnar en gjörspilltum þingmönnum. En auðvitað eru margir hræddir við það sem þeir ekki þekkja og kjósa gömlu skítafýluna áfram. Þannig er þetta bara.
Steindór Sigurðsson, 21.10.2016 kl. 13:07
Fyrsta skrefið í átt að alvöru lýðræði er að afnema 5% regluna þannig að ALLIR frambjóðendur fái þingsæti ef fylgi þeirra nær því hlutfallslega miðað við þá 63 þingfulltrúa sem eru til skiptanna.
Kolbrún Hilmars, 21.10.2016 kl. 14:32
Ef Páll er leigupenni Framsóknarmafíunnar eða eigenda Sjálfstæðisflokksins þá er augljóst að dagskipunin er, að gera allt tortryggilegt, sem kemur frá Pírötum. Píratar eru helsta ógnin sem spillt stjórnmál fjórflokksins stendur frammi fyrir. Valdahlutföllin fara nefnilega ekki endilega eftir þingstyrk, heldur einföldum meirihluta sem myndaður er eftir kosningar, oft í óþökk kjósenda.
Þetta útspil Pírata er tilraun til að auðvelda val kjósenda. Þeir sem ekki geta hugsað sér áframhaldandi setu núverandi stjórnarflokka í ríkisstjórn kjósa einfaldlega einhvern af þeim flokkum sem útiloka samstarf við D og B. Ef Viðreisn, VG og Björt Framtíð ganga óbundin til kosninga þá eru þeir flokkar að opna á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig að ekkert breytist hér á landi næstu 4 árin fram að næsta hruni.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.10.2016 kl. 16:01
Kolbrún ég er sammála því að 5% reglan er eitt af því sem verður að breyta. En ég hugsa þannig á meðan þessi regla er. Þá er betra að eiga dautt atkvæði, heldur en að kjósa t.d. fjórflokkinn. Dautt atkvæði er betra en fjórflokkurinn.
Jóhannes ég er alveg sammála þér. Þessir flokkar eru bara að hugsa um sinn rass. Bara að fá þægilega innivinnu eins og einn góður drengur orðaði það.
Steindór Sigurðsson, 21.10.2016 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.