Oddný falbýður sig sem ráðherra

Formaður Samfylkingar, Oddný Harðardóttir, kemst ekki á þing í Suðurkjördæmi samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn hennar mælist með um sex prósent fylgi. Samt segir Oddný í viðtali að möguleiki Suðurnesjamanna að fá ráðherra felist í að kjósa hana.

Þetta er nokkuð djörf yfirlýsing af formanni flokks sem er við að þurrkast út af þingi. Að ekki sé talað um nýmælið sem í tilboðinu felst.

Eða hefur einhver heyrt um ráðherra Suðurnesjamanna í ríkisstjórn Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband