Laugardagur, 15. október 2016
Tvöfalt staðgenglastríð í Sýrlandi
Staðgenglastríð er þegar stórveldahagsmunir standa að baki staðbundnum átökum. Í Sýrlandi stendur yfir tvöfalt staðgenglasríð. Í fyrsta lagi standa Bandaríkin annars vegar og hins vegar Rússland að baki andstæðum fylkingum.
Í öðru lagi stríðir bandalag súnní-múslíma, þar sem Sádí-Arabía og Tyrkland eru stórveldin, við shíta-múslíma sem Íran og Írak styðja og Assad Sýrlandsforseti tilheyrir.
Til að gera flókna stöðu enn gruggugri eru Kúrdar, sem vilja stofna til eigin ríkis á svæði sem nú tilheyrir Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.
Afgangsstærð í fjölþættum átökum eru herskáir múslímar, Ríki íslams og fleiri hópar af líkum toga. Afgangsstærðin fær mestu athyglina enda öll stórveldin sammála um að berjast gegn öfgamúslímum. En oft er það aðeins í orði kveðnu.
Sýrlandsstríðið og sambærileg átök í Írak, Yemen og Líbýu verður viðvarandi viðfangsefni alþjóðastjórnmála næstu árin ef ekki áratugi.
Nýjar hugmyndir um frið ræddar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.