Laugardagur, 15. október 2016
Úkraína, Sýrland og tölvustýrð kjarnorkuvopn
Bandaríkin og Rússland eiga í samskiptavanda. Yfirvegaðir stjórnmálaskýrendur, t.d. Robert E. Hunter sendiherra Bandaríkjanna í Nató 1993-1998, sýna fram á tengsl utanríkistefnu Bandaríkjanna í Úkraínu annars vegar og hins vegar í Sýrlandi við nýja kalda stríðið milli þeirra og Rússlands.
Fræðimaðurinn Stephen F. Cohen segir stríðsógnir Bandaríkjamanna leiða til þess að Rússar séu komnir á forstig stríðsundirbúnings.
Bandaríkin ásaka Rússa um að skipta sér af bandarískum innanríkismálum, þ.e. yfirstandandi baráttu Clinton og Trump um forsetaembættið, og ætla að senda ,,skilaboð" með einhvers konar netárás.
Þegar samskipti Bandaríkjanna og Rússa eru komin á þetta stig aukast möguleikar á stríði án ásetnings um að hefja það. Kjarnorkuvopn eru tölvustýrð. Þegar pólitískt andrúmsloft er orðið nægilega eitrað af tortryggni gæti komið upp sú staða að betra sé að þrýsta á hnappinn strax fremur en að hætta á að netárás lami vígbúnaðinn.
Að breyttu breytanda er heimurinn 2016 óþægilega líkur þeim sem var 1914 þegar stórveldin álpuðust út í fyrri heimsstyrjöld.
Fordæmalausar hótanir Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða hálfviti tilkynnir fyrirfram að hann ætli að gera netárás?
Annað hvort eru þeir búnir að framkvæma þessa árás eða þeir eru að veifa "rauðri síld." Það síðara er líklegra, því nú er allt gert til að draga athyglina frá ástandinu í herbúðum Hillary: svimaköstunum, tölvupóstunum og nauðgunarásökunum á eiginmanninn og allt hitt sem á hana má negla.
Ragnhildur Kolka, 15.10.2016 kl. 15:39
Stórmennskubrjálæðis og klikkun.
Hugsið böðla ríkið sadi Arabía , þetta óhuggulegasta ríki veraldarinnar er skjólstæðingur Kanans. Kaninn telur uppreisnarmenn í yemen, sem vilja komast undan böðlum ekki eiga rétt til sjálfstæðis. En annars staðar er mönnum og ríkjum ógnað með tortímingu.
styðjið þið þessa morðingja, ég bara spyr. Mogginn badunar Aleppo, skyljanleg en hvar eru skrifin sem segja frá þeim óhuggulegu mönnum sem hálshöggva saklaust fokk og notar það sem skjöld fyrir sig. Hvar eru skrif moggans um óhugnaðinn sem Kaninn skilur eftir sig í fallujah eða hvar er grátur fólks yfir hálfri milljón barna sem Kaninn hefur myrt. Hálf milljón dauð börn kallaði Kaninn "þess virði" að forna.
Og, Rússar letu 40 milljónir manna í Russlandi þjálfa og undirbúa sig undir kjarnorku styrjöld. Þeir segja kanann undirbúa sig undir að tortíma Rússum. Enda hefur Kaninn sett upp og undirbúið styrjöld við russann nú í tuttugu ár.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.