Höftin og sneypa Samfylkingar og Vinstri grænna

Gjaldeyrishöftin verður aldrei hægt að afnema án ESB-aðildar og upptöku evru, sagði Samfylkingin allt kjörtímabilið 2009-2013. Þrem árum síðar er Ísland með stærsta gjaldeyrisvarasjóð frá lokum seinni heimsstyrjaldar og alþing samþykkir samhljóða afnám hafta.

Höftin voru reyndar aldrei meiri en svo að almenningur fann aldrei fyrir þeim, stundaði verslun á netinu og ferðaðist til útlanda án nokkurra hafta.

En hvorki Samfylking né Vinstri grænir, sem sátu vinstristjórnina 2009-2013, gerðu hvorki eitt né neitt til að afnema gjaldeyrishöftin. Þvert á móti; vinstristjórnin gaf útlendingum tvo íslenska banka, Íslandsbanka og Arion, til að friðþæga valdið sem vildi læsa klónum í okkur. Til að bæta gráu ofan á svart krafðist vinstristjórnin þess að almenningur axlaði ábyrgð á Icesave-kröfum ESB-ríkja á hendur föllnum einkabanka, Landsbankanum.

Samfylking og Vinstri grænir unnu skipulega að því að lama ríkisfjármálin og flytja bankakerfið úr landi því það þjónaði markmiðum vinstristjórnarinnar; að gera Ísland að ESB-ríki.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem fékk umboð kjósenda 2013, sneri blaðinu við og starfaði í þágu íslenskra hagsmuna. Sterkt uppgjör við þrotabú föllnu bankanna færði okkur á ný yfirráð yfir Íslandsbanka og Arion. Traust efnahagsstefna lagði grunninn að afnámi hafta, sem alþingi samþykkti samhljóða í þessari viku.

En núna eru Samfylking og Vinstri grænir, í samvinnu við Pírata, þess albúnir að færa landið aftur inn í efnahagslega ísöld og pólitíska upplausn. Látum vinstristjórnina 2009-2013 vera okkur víti til varnaðar. Kjósum ekki yfir okkur stjórn sem eyðileggur framtíð lands og þjóðar.


mbl.is Haftafrumvarp samþykkt einróma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband