Þriðjudagur, 11. október 2016
Noregur herðir reglur vegna hælisleitenda
Hælisleitendur í Noregi fá ekki lengur vasapeninga heldur úttektarkort fyrir mat, samkvæmt nýjum reglum sem ráðherra innflytjendamála, Sylvi Listhaug, kynnti nýverið. Dæmi eru um að vasapeningarnir séu sendir til heimalandsins eða þeir nýttir til að greiða smyglurum.
Smyglarar standa fyrir allt að 90 prósent hælisleitanda til Evrópu. Hælisleitendur borga smyglurum fyrir þjónustuna þegar þeir eru komnir til Evrópulanda og fá félagslegan stuðning í formi vasapeninga.
Norðmenn vinna skipulega að takmarka rétt hælisleitenda til að koma í veg fyrir misnotkun á opinberu fé. Listhaug boðar frekari aðgerðir til að stemma stigu við komu hælisleitenda til Noregs.
Útlit fyrir þúsund hælisleitendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.