Sunnudagur, 9. október 2016
Heimsstyrjöldin í Aleppo
Forsíðuefni þýsku útgáfunnar Der Spiegel er heimstyrjöldin í Aleppo þar sem bandalagsríki Rússa stríða við skjólstæðinga Bandaríkjanna um yfirráðin í stærstu borg Sýrlands.
Í bandarískri umræðu er að finna samanburð við Kúbudeiluna frá 1962 þegar heimurinn bjóst við kjarnorkuvopnastríði milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Í fjögurra mínútna myndbandi á youtube ræða bandarískir sérfræðingar um vandann í samskiptum við Rússa og tala allir á sama veg: bandarísk stjórnvöld klúðruðu sambandinu við Rússa eftir lok kalda stríðsins.
Í kalda stríðinu voru tvö stórveldi sem réðu mestu um þróun alþjóðamála. Yfirburðir Bandaríkjanna eru ekki lengur þeir sömu og enn síður Rússa. Bandaríkin guldu afhroð í Írak-stríðinu 2003-2008 og Rússar töpuðu forræði sínu yfir Austur-Evrópu eftir sameiningu Þýskalands.
Í miðausturlöndum keyrir gamalt stórveldi, Íran, eigin pólitík sem miðar að ná áhrifum yfir norðurhluta Íraks og Sýrlands til að komast að botni Miðjarðarhafs. Íranir eru bandamenn Rússa og eru shíta-múlímar. Nái þeir markmiði sínu reka þeir fleyg á milli stærstu súnní-múslímaríkjanna í þessum heimshluta, Tyrklands og Sádí-Arabíu, sem eru skjólstæðingar Bandaríkjanna.
Bandarísk utanríkismál eru í biðstöðu fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Þegar næsti forseti tekur við völdum í janúar 2017 eru allar líkur á að Aleppo verði komin í hendur bandamanna Rússa. Heimsstyrjöldin, sem kennd er við borgina, er samt sem áður rétt að byrja.
Ræddu Sýrland, jafnrétti og norðurslóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kaldhæðnin í öllu þessu máli, er sú ... að ef Evrópa heldur áfram að styðja kanann. Mun Evrópa líða undir lok ...
EF bandaríkin fá vilja sínum framgengt, og stríð verður milli Rússlands og Bandaríkjanna ... lifir ekki Evrópa af ... kjarnaúrfallið.
EF ekkert verður stríðið, munu bandaríkin samt sem áður valda "collapse" innan rússlands, sem mun valda borgarastyrjöld þar innra ... sem mun valda eyturefna, biologiska og kjarnaúrfalls sem mun drepa Evrópu líka.
Það sama gildir mið-austurlönd, ef Tyrkir halda áfram að styðja Evrópu og Bandaríkin ... mun Tyrkland líða undir lok.
Svo kaldhæðnin er í því, að "vinir" okkar eru okkar verstu óvinir ... og eina von okkar, til björgunar ... er að "óvinir" okkar, beri sigur úr bítum.
Þetta er stærsta kaldhæðni, allra tíma.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.