Laugardagur, 8. október 2016
Píratar stela Samfylkingunni - ekkert me, segir Karl Th.
Stefnuskrá Pírata er afrit fengið hjá Samfylkingunni, segir varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Fylgi Samfylkingar, sem var tæp 30 prósent 2009 en 12,9 prósent í síðustu kosningum, er mest komið til Pírata.
Karl Th. Birgirsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingar segir i brýningu til flokksmanna að nú gildi ekkert me. Flokkurinn sé kominn niður í sex prósent og verði að urra og glefsa síðustu vikur kosningabaráttunnar.
Samfylkingarhvutti geltir að Pírötum næstu daga.
Athugasemdir
Mér sýnist að Samfylkingin sé ónýtt vörumerki. Karl Th. talar um að berjast, en það er ekki nóg að berjast. Flokkur verður að hafa hugmyndir og stefnu sem höfðar til fólks.
Wilhelm Emilsson, 8.10.2016 kl. 17:04
Fylgdi vísaninni hér og vildi segja nokkur orð við Kalla á "Herðubreið" en það er ekki í boði. Lítið hefur heyrst til hans lengi,kannski er fylgishrunið af þeim sökum? --
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2016 kl. 17:23
Samfylkingin mun bara renna hægt og hljótt inn í VG. Eftir að VG gekkst við ESB áhuga sínum er ekkert því til fyrirstöðu.
Ragnhildur Kolka, 8.10.2016 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.