Sjálfstæðisflokkurinn er vörn gegn upplausn

Á alþingi ríkir upplausnarástand, eins og stjórnarandstaðan auglýsir á hverjum degi. Vörnin gegn óreiðu margra smáflokka er Sjálfstæðisflokkurinn. Einir 12 stjórnmálaflokkar bjóða fram lista til þingkosninga 29. nóvember.

Til að minnsti möguleiki sé á starfhæfri ríkisstjórn er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem besta kosningu.

Sterkur Sjálfstæðisflokkur yrði kjölfesta í landsmálum og samnefnari fyrir borgaraleg öfl sem kjósa stöðugleika í stað óreiðu.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur fengi 26%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samkvæmt þessari könnun fengi sitjandi ríkisstjórn bara 36% 

þá vantar þriðja hjólið undir vagninn til að komast yfir 50%.

Gæti VG hugsað sér að starfa með sitjandi ríkisstjórn?

Jón Þórhallsson, 7.10.2016 kl. 09:12

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur Stjórnsýslunnar og embættismannakerfisins. Enda hækkaði hann laun þeirra langt umfram aðra fyrir stuttu síðan. Svo er hann líka flokkur stórfyrirtækjanna sem þurfa ekki að borga skatta og fá afskriftir eftir þörfum. En þrátt fyrir það er ég viss um að þessar skoðannakannanir eru færðar í stílinn. Auðvitað kýs hver sinn baunadisk en þar fyrir utan hefur sjálfstæðisflokkurinn ekkert fylgi.

Steindór Sigurðsson, 7.10.2016 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband