Fimmtudagur, 6. október 2016
Björt framtíð og Viðreisn stela hugverkum
Fulltrúi almannahagsmuna, Þorsteinn Víglundsson, sem áður var fulltrúi sérhagsmuna í Samtökum atvinnurekenda, spyr í gamni hvers vegna Björt framtíð steli hugverkum Viðreisnar.
Björt Bjartrar framtíðar svarar fullum hálsi og segir Viðreisn afrit af frumritinu.
Í deilum skal reyna að finna samnefnara. Viðreisn og Björt framtíð eru báðar eftirlíkingar, - en hvor af sínum flokki.
Athugasemdir
Það fer að verða fullljóst hvaða flokkar eiga mesta samleið með Pírötum.
Ragnhildur Kolka, 6.10.2016 kl. 17:05
Páll. Þér ber að þakka fyrir að þagga ekki niður í nokkrum athugasemdum á síðunni þinni, eins og sumir aðrir sjálfsháttskrifaðir gera.
Flokkarnir eiga að fá sinn jafnréttisgrundvöll, til að auglýsa sig og taka svo þeirri gagnrýni sem því fylgir.
Tjáningarfrelsið er afskaplega vanmetið og vanskilið af fjöld fólks á Íslandi og víðar í hörmunganna veröldinni.
Þöggunar og ritskoðunartilburðir leysa engan vanda fyrir nokkurn mann, þó sumir velji slíkar fornaldaraðferðir við að fjarlægja óþægilega sannar athugasemdir. Og koma jafnvel með dæmisögur úr einhverjum ævintýra-Biblíufræðum, til að verja sín flokka-kaupmanna-svikaverk.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2016 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.