Fimmtudagur, 6. október 2016
Fjölmiðlar, stjórnmál og tilfinningar
Á dögum Forn-Grikkja kenndu fræðarar, stundum kallaðir sófistar, upprennandi stjórnmálamönnum mælskulist. Fjölmiðill Forn-Grikkja var opinn fundur undir beru lofti þar sem mælskir stjórnmálamenn reyndu að sannfæra almenning um ágæti skoðana sinna.
Á dögum sjónvarpsins var stjórnmálamönnum kennd framkoma í þeim miðli. Eftirspurn var eftir þeim sem sýndu sig ráða við myndmálið. Sjónvarp er miðstýrt, aðeins fáar stöðvar réðu stærstum hluta markaðarins.
Nú eru dagar samfélagsmiðla. Stjórnmálamenn sem læsir eru á samfélagsmiðla ná forskoti á aðra.
Í öllum þessum miðlum; opnum fundum, sjónvarpi og á samfélagsmiðlum eru tilfinningar stjórnmálamanna til sýnis. Bæði þær tilfinningar sem stjórnmálamenn vilja sýna almenning og hinar sem viðtakendur skynja.
Málefni og rök stjórnmála verða aldrei slitin frá manneskjunni sem þau flytur. Galdurinn sem skilur á milli árangurs og fylgisleysis liggur einmitt þar.
Selja kjósendum tilfinningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.