Miðvikudagur, 5. október 2016
Reiði kallinn, Bogi, Baldvin og RÚV
Baldvin Þór Bergsson, fréttamaður á RÚV og háskólakennari, segir eftirfarandi í fyrirlestri í endursögn mbl.is:
Benti Baldvin á að með netinu og samfélagsmiðlum hafi allt í einu reiði kallinn á kaffistofunni fengið vettvang til að láta reiði sína ná til stærri hóps. Það væru jafnvel fjölmargir á sömu skoðun og hann í samfélaginu. Þar hætti stofnunum oft til þess að horfa til þess neikvæða þó raunin væri sú að þetta væri lítill en hávær hópur.
Bogi Ágústsson tilfærði þennan reiða kaffikarl þegar hann útskýrði fyrir alþjóð hvers vegna RÚV stóð fyrir atlögunni að Sigmundi Davíð í Wintris-málinu:
Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."
RÚV er rekið í þágu reiðinnar í samfélaginu. Um leið og fréttamenn RÚV fara í hlutverk fræðimanna sjá þeir villu síns vegar.
Reiði kallinn á ekki heima í ríkisfjölmiðli, heldur á sértrúarmiðli. Við eigum ekki að halda úti RÚV til endurvarpa reiða kallinum.
Þegar allir fengu rödd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fátt er skemmtilegra en ábending fróðra manna á hegðun meðal vinnufélaga.En það fer nú um mann þegar sagan er tíunduð og löguð til á virtum fréttastofnunum.
Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2016 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.