Birgitta auglýsir stjórnleysi

Birgitta Jónsdóttir, sem ýmist starfar sem þingmaður Pírata á alþingi eða foringi aðgerðasinna á Austurvelli, kallar það stjórnleysi þegar alþingi starfar ekki samkvæmt hennar dagskrá.

Birgitta er aðalhöfundur að þeirri hugmynd að næsta þing starfi í fáeina mánuði og noti tímann til að kollsteypa stjórnarskránni og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn Samfylkingar sem dó drottni sínum áramóti 2012/2013.

En auðvitað yrði það ekki stjórnleysi heldur eins og hver annar dagur á Austurvelli.


mbl.is „Þetta er bara stjórnleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún er mikil fyrir sér hún Birgitta og farin að finna til sín,Það er gott svo langt sem það nær. Þótt í stjórnarandstöðu sé finnur hún hvað lítið kveður að ríkisstjórninni,þá sérstaklega eftir að Sigmundi var bolað frá og annar settur í forsæti.Því skyldi hana ekki farið að langa líka; -Hvað höfðingjarnir hafast að,hinir meina sér leyfist það-.

Aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að þessir yfirburðir Sjst.fl.og Framsóknar 2013,næðu ekki að standa af sér stöðugan ófrið Esbésinna öll árin þrjú langoftast af tilefnislausu,hönnuð á teikniborði Esbésinna.-Mörgum okkar er stórlega misboðið. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2016 kl. 00:11

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Í Noregi er það Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið potturinn og pannan í raunverulega og viljuga aðildarplaninu að ESB, eftir því sem fjölfróðir en heimsveldisbældir fjölmiðlamenn segja utan fjölmiðlanna.

En manni virðist sem Vinstri flokkunum skuli víst, (samkvæmt plani heimsveldis-Hægrisins), kennt um allt ESB-kúgunarhertökuverkið, í gegnum þöggunar-kúgunarfjölmiðlana. Bæði hérlendis og Noregs-megin.

Margt er mjög gott í Noregi.

Eins og til dæmis verkafólksins kaupmáttarlaunakjör og réttlætanlega útreiknað skattkerfi. Sem tekur tillit til launa, skulda/eigna og félagsaðstæðna hvers og eins, sem fær þarlent persónulega einstaklings-útreiknað skattkort, sem starfandi og löglegra réttindanna Noregs-íbúi.

En sumt þar í landi er alveg með öllu óverjandi. Þar á ég við gjörsamlega siðspillt og stórhættulegt barnaverndaryfirvalda-kerfi í sumum fylkjum þar í landi, (ólíkt eftir fylkjum). Ég fullyrt og ábyrgst þau orð mín hér, með hönd á eiðsvörnu hjartanu.

Ekki að Íslensk barnaverndaryfirvöld séu eitthvað skárri en þau Norsku. Síður en svo.

Það virðist bara vera sami grautur í sömu spillingarskál, í báðum þessum löndum, þegar kemur að glæpsamlegum og ábyrgðarlausum barnaverndaryfirvöldum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2016 kl. 02:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já er það? Fólk fjölgar sér því fleiri verða vandamálin því samfara.Ekki er bannað að fremja foreldramyndandi athafnir enn.....

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2016 kl. 02:27

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fáfræði-fordóma, óvönduð vinnubrögð, og kerfis-spillingu?

Eða siðaðra manna mannúðlegt heilbrigðis og stjórnsýslukerfi, lögregluyfirvöld, og heiðarlega lögmannavarða óspillta stjórnsýslu og dómsstóla?

Hvort vill fólk frekar?

Svari því hver og einn fyrir sig...

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2016 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband