Sunnudagur, 2. október 2016
Háborg stjórnmálanna hrynur í auðmýkt
Framsóknarflokkurinn undir formennsku Sigmundar Davíðs var háborg stjórnmálanna við síðustu kosningar - og leiddi ríkisstjórnina allt kjörtímabilið. Í dag ákváðu framsóknarmenn að skipta um formann og kusu Sigurð Inga.
Sigurður Ingi seldi sig sem mann auðmýktar en ekki hugmynda. Stjórnmálamenn reyna stundum að væla til sín atkvæði með tárvotum augum á réttum augnablikum. Nýmæli er að reka kosningabaráttu á forsendum auðmýktar. Innan Framsóknarflokksins er grunnt á trúarþelinu. Þar koma menn í pontu og stæra sig af því að prestur sitji í málefnanefnd um kirkjumál.
Sigurður Ingi gat þess í sigurræðu sinni að hann hefði fylgst álengdar með málaefnavinnu flokksmanna og fannst þar margt sniðugt. Sigurður Ingi veit nógu mikið um stjórnmál til að hafa á hreinu að formaðurinn er flokkurinn holdi klæddur en málefnin neðanmálsgrein.
Fyrsta verk nýkjörins formanns var að biðja flokksmenn að haldast í hendur. Sértrúarsöfnuðir bera sig að með þessum hætti til hópeflis. Framsóknarflokkurinn þarf vissulega hópefli til að trúa að stjórnmál snúist ekki lengur um hugmyndir heldur auðmýkt.
Fullur þakklætis og auðmýktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig sem framsóknarmenn tala- og hvernig sem S:D er rakkaður niður- er hræsni núverandi forkólfs ekki trúverðug !
Erla Magna Alexandersdóttir, 2.10.2016 kl. 19:14
Athyglisvert er að framsóknar menn hafa samþykkt skotleyfi á formenn sína frá vinstri, svo heldur finnst mér trúlegra að næsta stjórn verði vinstristjórn, samsett úr þremur til fimm flokkum með dyggum stuðningi RUV.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.10.2016 kl. 19:31
Páll, þetta er flokkurinn þinn. Núna verður þér mögulega hafnað sem skriffinna framtíðrinar. Missir einhverjar sporslur, veðjaðir á rangan hest. Þú ert svona Gvendur á eyrini, sem sem engan þorskin dró, lifir en þú brást.
Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2016 kl. 21:27
Til hamingju með það að geta kennt RÚV um þetta, Hrólfur. Mér léttir, því að ég undrast að síðuhöfundur skuli ekki gera það eins og venja er.
Ómar Ragnarsson, 3.10.2016 kl. 00:30
Held að fylgið hafi hrunið hjá Sigmundi á nokkrum klukkutímum fyrir formannskjörið. En við Hreppamenn erum sáttir.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.