Sunnudagur, 2. október 2016
Sigurður Ingi og friðurinn
Í framboðsræðu sinni til formanns spurði Sigurður Ingi hvers vegna taka ætti ófrið fram yfir friðinn.
Sigurður Ingi fær það verkefni að leiða Framsóknarflokkinn til friðar.
Spurningin er hvort friðurinn verði líkur þeim sem ríkir í dauðs manns gröf eða lifandi stjórnmálaflokki.
Sigurður Ingi kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki risa àfall fyrir þig ?
Skarfurinn, 2.10.2016 kl. 15:25
Málið er, þetta er plottuð niðurstaða Páll. SDG átti einfaldlega aldrei séns, not in your livetime, að byggja upp eithvað konkret, allt of laskaður. þetta var vitað fyrirfram. Núna hafið þið "good guy" sem formann, hlítur að vera hamingjusamur!
Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2016 kl. 15:27
Ósammála Jónasi, SDG var með 46,8% atkvæða. Nú held ég Framsókn verði að sætta sig við verri kostinn. í stað þess að fylkja liði undir stjórn miklu hæfari manns, kusu þeir yfir sig styttri endann á spýtunni. Alveg án þess að taka tillit til hvort Wintris var glappaskot eða árás gerði SDG gríðarlega fína hluti sl. 3 ár.
Ragnar Kristján Gestsson, 2.10.2016 kl. 15:43
hmm - Ragnar Kristján - hvaða 'gríðarlega fína hluti'r eru þetta? það eina sem ég hef séð er að margir eins og ég gát hlegið mikið sl 3 ár
Rafn Guðmundsson, 2.10.2016 kl. 16:22
Á flokksþinginu stóð valið um tvo slæma kosti. Annar þeirra var valin, því mun ekkert breytast á afdalahjáleigunni Framsókn. Þar verður áfram hugsað með rassgatinu. Það ætti að vera tárvotum síðuhafanum einhver huggun.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2016 kl. 16:35
Ragnar kristján, þetta sníst ekki um SDG eða SIJ, þetta sníst um ásýnd framsóknarflokksins, að mati eigenda flokksins. Þú verður að athuga, SDG gerði sín mistök, hvernig sem þú lítur á þau, algerlega ófyrirgefanleg mistök. SIJ er hins vegar góði gæinn, sem vann og eigendurnir vonast til þess að hann lyfti flokknum upp, ekki ólíkt og í enska boltanum, þegar félög skipa um stjóra þegar illa gengur, í von um uppgang. Mitt mat er, að þetta eru báðir óheiðarlegir menn eins og eigendur framsóknar eru
Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2016 kl. 18:02
Rafn ég er þér innilega sammála,en það er eins og við manninn mælt að eftir að liðið tapaði Icesave og tókst ekki að hneppa saklaust fólk í þrælabúðir Esb,hafa þeir legið yfir hönnun á hryðjuverkum (án skotvopna) og beita hýenunum óspart.(Það er verið að endurgera Lion King,sem er nákvæm eftirmynd samviskulausra níðinga).Þessi öfundssýki er ólæknanleg,enginn dýralæknir ræður vð það,sérstaklega þegar þeir hafa misst út úr sér að hægt sé að hugsa með líkhamshlutanum. Guð blessi Ísland!
Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2016 kl. 22:55
Þar á ég við það sem á tungu Axels er tamast afturendinn!
Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2016 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.