Fimmtudagur, 29. september 2016
Borgaralaun eru marxismi
Vinna eftir getu en fá laun eftir þörfum er gamall draumur marxista. Hængurinn á þessar útópíu er að vinnugetan er háð huglægu mati starfsmannsins og þarfirnar sömuleiðis.
Ef fólk mætti ráða ynni það sem minnst en fengi sem mest.
Útópía marxista tekur ekki mannlegt eðli með í reikninginn. Ekki frekar en Píratar.
Bjarni hjólar í borgaralaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ofangreind ummæli bera með sér hróplega vanþekkingu á borgaralaunum.
Það sem hér er kallað að "vinna eftir getu en fá laun eftir þörfum" er nú þegar innbyggt í almannatryggingakerfið og atvinnuleysisbótakerfið að hluta, auk þess að vera yfirlýstur tilgangur lífeyriskerfisins fyrir sjóðfélaga þess. Borgaralaun fela í raun ekki í sér neitt nýmæli að þessu leyti, annað en að einfalda þessi kerfi og steypa þeim saman í eitt hagkvæmara kerfi.
Þessi kerfi eiga það sameiginlegt að vera orðin óheyrileg bákn sem eru svo flókin að enginn skilur þau, ekki einu sinni fólkið sem vinnur daglega innan þessarra kerfa, hvað þá borgararnir. Að einfalda þau myndi ekki aðeins draga úr réttaróvissu heldur líka spara skattgreiðendum ómældar fjárhæðir. Viðfangsefnið er einfalt: Að tryggja öllum viðunandi framfærslu, líka þeim sem eru ekki vinnufærir af ástæðum sem þeir ráða sjálfir engu um.
Ef það er hægt að borga öllu vinnandi fólki a.m.k. lágmarkslaun og þeim sem eru utan vinnumarkaðar framfærslulífeyri eða bætur af ýmsu tagi, þá er hægt að nota sömu peninga til að greiða öllum borgaralaun. Það er mjög einfalt reikningsdæmi. Sá sem heldur því fram að þetta sé ekki hægt er um leið að halda því fram að óhjákvæmilega þurfi hluti borgara landsins að svelta. Sem betur fer þá þarf það ekki að vera svo, ef við tökum höndum saman um að byggja upp mannúðlegt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Ef eitthvað land í heiminum er þess megnugt ætti það að vera Ísland.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2016 kl. 21:37
Eina sem svari þitt gefur Guðmundur Ásgeirsson er að réttlæta hugleiðingar höfundar. Það að skattpeningar almennings eigi að fara í að borga öðrum fyrir að gera ekki neitt er ekkert annað en útópía. Til að mynda í svarinu að kerfið sé svo flókið að þeir sem vinna við það skilja það ekki er langt frá því að vera sannfærandi svar. Þeir sem vinna við kerfið vinna eftir því sem þeim er sagt og lengra nær það ekki. Að skilja kerfið er annarra en starsmanna sem við það vinna. Með öðrum orðum þá er enginn sem skilur kerfið og sífelldrir plástar, eins og með borgarlaunum, gera lítið annað en að búa til stærri snjóbolta.
Rúnar Már Bragason, 30.9.2016 kl. 00:11
Rúnar Már.
"...borga öðrum fyrir að gera ekki neitt er ekkert annað en útópía"
Skattpeningar almennings fara nú þegar í að borga fyrir framfærslu allskonar hópa sem eiga erfitt uppdráttar. Við hinum sem getum, við vinnum fyrir þeim peningum og borgum í skatta. Það er nú öll útópían við þetta. Á þessu yrði engin breyting þó aðkomið yrði á borgaralaunum, þær yrðu einfaldlega lífeyrir eða bætur undir nýju nafni. Eða ertu kannski að segja okkur að þú myndir ganga á lagið og leggja í iðjuleysi daginn sem þetta yrði innleitt? Ef svo er þá segir meira þig sjálfan en um verðleika tillögunnar.
"Að skilja kerfið er annarra en starsmanna sem við það vinna."
Segðu mér þá gjarnan hverra það er, ef ekki þeirra sem vinna við kerfið?
"sífelldrir plástar, eins og með borgarlaunum"
Kerfið sem við búum núna við er stór hnoðri af skítugum plástrum.
Borgaralaun eru sótthreinsandi umbúðir í staðinn fyrir plástrana.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2016 kl. 00:36
Mér fannst þessi hugmynd gjörsamlega galin þegar ég heyrði um hana fyrst. En svo fór ég að velta þessu betur fyrir mér og þá sá ég að þetta er stórsniðug hugmynd. því ef við tökum þetta upp getum við hætt með allt hitt bullið. Þ.E, atvinnuleysisbætur, niðurgreiðslur til bænda, örorku og ellilífeyri, rithöfundalaun, Persónuafslátt og alla vinnuna í kringum öll hin kerfin. Ég er nánast viss um að þetta yrði ódýrara þegar upp er staðið.
Steindór Sigurðsson, 30.9.2016 kl. 02:20
Guðmundur, hvað heldurðu að margir einstaklingar sem eru að fá lágmarkslaun í dag myndu hætta í sinni vinnu og fara á borgaralaun?
Hvers vegna ætti fólk að hafa fyrir því að vinna fyrir einhverju sem það getur fengið ókeypis?
Í dag þarf að hafa fyrir því að fá atvinnuleysisbætur, ef þetta hafurtask væri tekið í burtu og hver sem er getur fengið borgaralaun hvenær sem er án þess að hafa fyrir því þá myndi "atvinnuleysi" hér á klakanum hækka töluvert mikið, þannig að "Skattpeningar almennings fara nú þegar í að borga fyrir framfærslu allskonar hópa sem eiga erfitt uppdráttar. Við hinum sem getum, við vinnum fyrir þeim peningum og borgum í skatta. " gengur ekki upp, því fleiri sem hætta að vinna því meiri skattheimtu þarf sem gerir það að verkum að fleiri detta niður í útborguð lágmarkslaun sem gerir það að verkum að fleiri hætta að vinna og svo koll af kolli.
"Við hinum sem getum, við vinnum fyrir þeim peningum og borgum í skatta. " þetta hefur verið prófað á annan veg og hefur aldrei virkað, fólk gefst upp á að halda öðrum uppi til langs tíma þegar það þarf þess ekki.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2016 kl. 08:47
Gaman yrði að sja framan i þetta lata lið sem ekki nennir að bjarga ser þegar allir sjóðir eru uppþurkaðir ..hvað ætla menn þá að gera ?? það er þegar buin að senda út viðvörunarmerki ! ....EF EG HEF HALDIÐ VINSTI MENN LASNA ÞÁ ERU ÞEIR HER MEÐ ÚRSKURÐAÐIR FÁRVEIKIR !! Þetta yrði aldeilis landstjorn sem segði sex ef þeir kæmust til vald !
rhansen, 30.9.2016 kl. 15:03
Svo er önnur hugmynd, það er 10% leiðin. Þá er ég að tala um 10% af brúttóinnkomu allra. líka stóriðjunnar og útgerðarinnar. Þá myndu allir borga 10% skatt og þá kæmi miklu meira í kassann heldur en núna þar sem bara meðaljóninn borgar 50% og enginn annar. Þá reykna ég lífeyrisiðgjöld sem skatt. Það er ekki sanngjarnt að bara skattpína meðaljóninn og hinir borga ekkert.
Steindór Sigurðsson, 30.9.2016 kl. 15:25
„Ef það er hægt að borga öllu vinnandi fólki a.m.k. lágmarkslaun og þeim sem eru utan vinnumarkaðar framfærslulífeyri eða bætur af ýmsu tagi, þá er hægt að nota sömu peninga til að greiða öllum borgaralaun. Það er mjög einfalt reikningsdæmi."
Ekki býð ég nú í að sá sem þetta ritaði fari að leggja fyrir sig flókin reikningsdæmi. Það er þó hugsanlegt að hugsanavilla hans sé einfaldlega sú að hann haldi að allir séu á launum hjá ríkinu, en sú er ekki raunin.
Hólmgeir Guðmundsson, 30.9.2016 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.