Fimmtudagur, 29. september 2016
Traustið byrja heima, Sigurður Ingi
Eftir hrun urðu þjóðfélagsöfl á Íslandi áberandi sem ólu á vantrausti. Sigur Samfylkingar og Vinstri grænna í kosningunum 2009 var afleiðing af hruni og vantrausti.
Við kosningarnar 2013 tókst hófsömum stjórnmálaöflum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, að ná meirihluta á alþingi. Þjóðfélagsöflin sem ólu á vantrausti, vinstriflokkarnir meðtaldir, héldu þó áfram sinni iðju og notuðu smá mál og stór til að kynda undir ólgu og efna til mótmæla.
Við þessar kringumstæður verða þeir hófsömu og yfirveguðu að standa vaktina og láta ekki undan óreiðuöflunum. Það ætti ekki að efna til óvinafagnaðar þótt óreiðuöflin sameinist um að knésetja leiðtoga sem talar fyrir stöðugleika og sígandi lukku.
Traustið byrjar heima.
Tortryggni eykst þegar traustið hverfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fylgi Framsóknarflokksins hrundi ekki af ástæðulausu. Hvað er til ráða fyrir Framsókn? Ég vitna í Mbl.is:
"Báðar kannanir sýna Sigurð Inga njóta meiri vinsælda þegar kjósendur allra flokka voru spurðir. Þannig sýnir könnun stuðningsmannanna að rúm 40% væru líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi alþingiskosningum með Sigurð Inga í formannsætinu, en aðeins 8,6% töldu líklegt að þeir kysu flokkinn væri Sigmundur Davíð formaður. Í könnun Viðskiptablaðsins töldu 47% þeirra sem svöruðu Sigurð Inga betur til þesss fallinn að vera næsta formann Framsóknarflokksins, en 12% nefndu Sigmund Davíð."
Skilaboðin eru skýr.
Wilhelm Emilsson, 29.9.2016 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.