Fimmtudagur, 29. september 2016
Kjósendur Framsóknar vilja Sigmund Davíð, andstæðingarnir Sigurð Inga
Ný könnun Viðskiptablaðsins sýnir að Sigmundur Davíð nýtur afgerandi stuðnings kjósenda Framsóknarflokksins. Þeir sem ekki ætla að kjósa Framsóknarflokkinn vilja á hinn bóginn að Sigurður Ingi verði formaður - enda yrði það til að veikja Framsókn.
Æ fleiri átta sig á að framboð Sigurðar Inga veikir Framsóknarflokkinn. Karl Garðarsson þingmaður flokksins hafði boðað stuðning við Sigurð Inga en sá sig um hönd og ræðir óvissuferð vinstrimanna í staðinn.
Framboð Sigurðar Inga var tilkynnt í beinni útsendingu RÚV og er liður í rætinni áróðursherferð. Sveinn Óskar Sigurðsson spyr hvort réttlætið eða RÚV eigi að sigra í formannskjöri Framsóknarflokksins næstu helgi.
Frosti Sigurjónsson þingmaður líkti RÚV-meðferðinni sem hann fékk við opinbera aftöku. RÚV-framboð Sigurðar Inga er gagngert til að veikja Framsóknarflokkinn. Það er í höndum framsóknarmanna að svara með viðeigandi hætti.
Farið gegn formanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðast þegar ég vissi var Sigurður Ingi Framsóknarmaður. En kannski er það bara misskilningur hjá mér.
Wilhelm Emilsson, 29.9.2016 kl. 07:35
Ef Sigmundur vinnur þá verður hann ekki lengi formaður svo miklu skiptir hver verður varaformaður.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 11:54
Frekar öfugsnúið hjá þér Páll, andstæðingar framsóknar vilja einmitt SDG sem formann, það myndi gera það að verkum að flokkurinn fengi væntanlega innan við 5% í næstu kostningum, það er nú bara það.
Jónas Ómar Snorrason, 29.9.2016 kl. 12:05
Er nema von að skoðanakannanir sýni minnkandi fylgi vinstri manna. Þeim er gjördsmlega fyrirmunað að vinna með sannleikann að leiðarljósi og hvert einasta lítið peð virkar með.
Íslendingar hafna rætnum aðferðum RÚV.sem líkja eftir gömlum herveldum sem hafa sterkustu fréttamiðlana á sínu valdi.
Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2016 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.