Miðvikudagur, 28. september 2016
Ólína og hrun vinstriflokkanna
Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar yrkir um hrun vinstriflokkanna og klykkir út með að við blasi ,,stjórnmálaupplausn."
Greining Ólínu er röng. Vinstriflokkarnir bjuggu til stjórnmálaupplausn í tíð stjórnar Jóhönnu Sig., m.a. með umboðslausri ESB-umsókn og tilræði við stjórnarskrána.
Kjósendur refsuðu Vinstri grænum og Samfylkingu í kosningunum 2013. En vinstrimenn neituðu að læra af sögunni og héldu áfram upplausnarstefnu sinni, með málþófi á alþingi og öskri og tunnuslætti á Austurvelli.
Fyrirsjáanlegt tap vinstriflokkanna í haust er til marks um að þjóðin kjósi stöðugleika en hafni upplausn.
Athugasemdir
Sé ekki merki um þrá eftir stöðugleika miðað við fylgi Pírata, sem er stefnulaus og sundurlyndur flokkur fólks í persónulegu athyglisvændi. Flokkur sem kennir sig við anarkisma af sumum málsvörum hans. Enginn þar á bæ hefur þó sömu hugmyndir um hvað flokkurinn stendur fyrir. Hárreitingar og augnaklór um sviðsbrúnina er það sem eftir situr.
Ég get ekki enn séð votta fyrir heilstæðri hugsjón né stefnu utan órökstudds lýðskrum um nýja stjórnarskrá nýrrar stjórnarskrár vegna. "Alskonar fyrir aumingja" í anda Besta flokksins má helst rýna út úr froðunni sem frá þeim kemur.
Verður gaman að sjá hvort oxymoronið "minnihlutalýðræði" verði þeim jafn hugleikið, þegar og ef þau ná meirihluta.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2016 kl. 16:26
Hrunið kom sem sé ekkert nálægt því að "búa til stjórnmálaupplausn"? Hvernig gat ný stjórnarskrá, sem Sjallar og Framsókn stöðvuðu með málþófi á Alþingi búið til stjórnmálaupplausn?
Ómar Ragnarsson, 28.9.2016 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.