Stemmarinn er með ríkisstjórninni - tveir kostir

12 formenn í fyrstu stjórnvarpsumræðum vegna haustkosninganna römmuðu inn fyrir kjósendum valkostina. Stöðugleiki og traust lífskjör annars vegar og hins vegar efnahagsleg óreiða og pólitísk upphlaup.

Sigurvegari í sjónvarpsumræðum, að margra áliti, var formaður yngsta stjórnmálaaflsins, Flokks mannsins. Ef stjórnarandstaðan gerir ekki betur en að nýgræðingur trompi málflutninginn þeirra er ekki góðs að vænta úr þeirri átt.

Kjósendur vita hvar þeir hafa Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sem standa fyrir traust ríkisfjármál, stighækkandi velferð og meðfylgjandi stöðugleika.

Stjórnarandstaðan snýst mest um upphlaup á Austurvelli, eins og kjósendur vita.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga að ganga samstíga inn í þessa kosningabaráttu - þar liggur sigurvonin.


mbl.is „Heilmikil hreyfing á fylginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokkur fólksins heitir hann

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 13:22

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir leiðréttinguna, Sigurður Helgi.

Páll Vilhjálmsson, 28.9.2016 kl. 14:13

3 Smámynd: Jón Bjarni

Traust ríkisfjármál?

Hafa þessir flokkar ekki verið hér í ríkisstjórn 80% okkar lýðveldistíma? Með reglulegu gengishruni, óðaverðbólgu, verðtryggingu og nú síðast gjaldeyrishöftum?

Hvað átt þú við eiginlega með "traust ríkisfjármál"

Með kveðju

Jón Bjarni

Jón Bjarni, 28.9.2016 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband