7 ára andstaða þjóðarinnar við ESB-aðild

Meirihluti þjóðarinnar er samfleytt í sjö ár andvígur aðild að Evrópusambandinu. Á þeim tíma var umsókn engu að síður send til ESB, þ.e. umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009, en hún strandaði áramótin 2012/2013 þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gafst upp á aðlögunarferlinu.

Tvö einkenni ESB-sinna hér á landi eru áberandi. Í fyrsta lagi hve lélegir þeir eru að taka til máls í umræðunni um stöðu og þróun Evrópumála og alþjóðamála almennt. Í öðru lagi hve tækifærismennska er þeim töm. Við eigum alltaf að græða á aðild og til þess þarf að ,,kíkja í pakkann."

Ístöðuleysi og tækifærismennska ESB-sinna endurspeglast í þeirri niðurstöðu að aðeins rúm tíu prósent aðspurðra er mjög hlynntur aðild á meðan yfir 30 prósent eru mjög andvígir aðild. 


mbl.is Meirihlutinn vill sem fyrr ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

INNLIMUNARSINNAR virðast fá eitthvað afskaplega mikið út úr því að LJÚGA að landsmönnum.  Þeim ætti að vera það alveg fullljóst, eins og flestum öðrum, að það er EKKERT til sem heitir KÖNNUNARVIÐRÆÐUR við ESB (að kíkja í pakkann :)), heldur er eingöngu um að ræða AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR enda hefur umsóknarþjóð lýst yfir vilja til að INNLIMAST í ESB með því að senda inn umsókn.

Jóhann Elíasson, 27.9.2016 kl. 20:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hérna er "pakkinn" fyrir þá sem vilja "kíkja í hann":

Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

Reyndar er þetta orðið tómt mál að tala um því helstu talsmenn aðildarsinnaðra stjórnmálahreyfinga eru núna loksins búnir að svo gott sem viðurkenna að íslenska stjórnarskráin leyfir ekki ESB-aðild.

Batnandi fólki er best að lifa.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2016 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband