Sigmundur Davíð mættur, fylgið upp

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins tók þátt í fyrstu umræðu leiðtoga stjórnmálaflokka vegna þingkosninga í sjónvarpssal í síðustu viku. Og það er eins við manninn mælt, fylgi flokksins sígur upp á við.

Dagana á undan sjónvarpsumræðum var Sigmundur Davíð í fréttum þegar hann hlaut glæsilega kosningu í sínu kjördæmi og staðfestingu á hlutverki sínu sem óskoraður foringi flokksins.

Kjósendur vilja Sigmund Davíð.


mbl.is Fylgi við Framsókn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og höfundur nýtir sér rétt sinn að tjá sig, e-ð sem höfundi líður einkar vel með að hið ágæta starfsfólk RÚV fái ekki að gera, þá virðist höfundur sjá málin á hvolfi. Auðvitað er fylgið á leið upp sökum þess að ríkisstjórn er mun betur stýrt en áður var. Ekki sami flubrugangurinn eða árásir á sveitarfélög sem ekki fara eftir þankargangi formanna stjórnmálaflokka, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Svo má þá líka benda á hríðlækkun á stuðningi við ríkistjórn þar sem SDG er formaður annars stjórnarflokksins.

Höfundi er að fara aftur í athygli sinni, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.9.2016 kl. 12:19

2 Smámynd: rhansen

Sammála Páli  ,það var beðið eftir kjördæmaþinginu og kosningu þar ,Og eins og við manninn mællt þegar ljóst var að SDG heldi áfam ótrauður !

rhansen, 27.9.2016 kl. 12:30

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Framsóknarflokkurinn var nánast þurrkaður út áður en Sigmundur gerðist Formaður. Nákvæmlega það sama skeður ef hann tapar Formannsslagnum.

Steindór Sigurðsson, 27.9.2016 kl. 13:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er hann mættur. Hef bara heyrt eitt eða tvö viðtöl við hann um stöðunna innan flokksins. Skildist um daginn að hann hafi lítið mætt í vinnuna eða sést í þingsal.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.9.2016 kl. 13:15

5 identicon

Betra er illt umtal en ekkert. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 14:36

6 Smámynd: Jón Bjarni

Er hann ekki löngu mættur til leiks Páll? Getur þessi fylgisaukning ekki barae tengst því að Sigurður Ingi bauð sig fram gegn honum?

Jón Bjarni, 27.9.2016 kl. 15:39

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já ég trúi því að SDG hafi einmitt með þetta að gera.  Hvort svo síðan er, staðfestist í kjölfar þingsins á næstu helgi.

Ragnar Kristján Gestsson, 27.9.2016 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband