Laugardagur, 24. september 2016
Er RÚV stærra en Framsóknarflokkurinn?
Átta blaðamenn Guardian unnu með sömu skjöl og RÚV, þau sem kennd eru við Panama. Blaðamenn Guardian, sem er virt dagblað, komust að þessari niðurstöðu í ítarlegri umfjöllun:
Guardian hefur ekki sé neinar sannanir fyrir skattaundanskotum, undabrögðum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)
Niðurstaða Guardian er skýr og ótvíræð. RÚV og undirverktakinn Reykjavik Media voru með sömu upplýsingar og Guardian en hönnuðu fréttaflutninginn þannig að Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug komu út eins og stórglæpamenn.
Núna þegar Sigurður Ingi ætlar að bjóða sig fram gegn formanni Framsóknarflokksins undir þeim formerkjum að ,,enginn er stærri en flokkurinn" þarf hann að svara eftirfarandi spurningu: Er RÚV stærra en Framsóknarflokkurinn?
Enginn maður er stærri en flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur ekki síðuhafi tekið sér smá hvíld frá þessum RÚV færslum?
Friðrik Friðriksson, 24.9.2016 kl. 16:29
Þeir þreyttu hvíla sig, Friðrik. Óþreyttir standa vaktina.
Páll Vilhjálmsson, 24.9.2016 kl. 16:45
Ef þér líður betur með þetta Páll, máttu alveg hafa þessa skoðun. En Framsóknarmenn hafa aðra skoðun.
Kristbjörn Árnason, 24.9.2016 kl. 17:17
Það fer eftir því við hvaða framsóknarmenn þú talar, Kristbjörn.
Páll Vilhjálmsson, 24.9.2016 kl. 17:21
Ef mönnum finnst þetta í lagi að fjölskyldur geymi almennt arf sinn á Tortóla og segji skattinum hér svona c.a. hvað þau geyma þar. Þá skulum við bara öll flytja peninga okkar úr landi. Enda miklu tryggara að geyma þá í annarri mynnt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.9.2016 kl. 17:33
Við getum öll flutt peningana okkar úr landi ef við viljum - EES samningurinn tryggir okkur það. Höftin sem nú gilda eru byggð á neyðarlögunum 2008 og verða senn aflögð. Vandamálið er auðvitað það að eiga einhverja peninga til þess að flytja...
Kolbrún Hilmars, 24.9.2016 kl. 18:04
Um leið og ég samgleðst höfundi um að fá að nýta sér þau mannréttindi að fá að tjá sig opinberlega á samfélagsmiðlum, ólíkt starfsfólki RÚV, sem höfundur virðist elska að hata, þá verð ég að lýsa áhyggjum mínum með hugarástand höfundar.
Það getur ekki annað verið en að hann hafi EKKI fengið stöðu hjá RÚV sem hann hafi sóst eftir. Sú svakalega andúð sem höfundur hefur á okkar ágæta, reyndar frábæru Ríkisútvarpi er ekki eðilileg. Er eiginlega farið út í öfga. En svo vitum við að á síðu höfundar er lítið um öfga.
Ágæti höfundur, má ekki gera ráð fyrir því að þú mundir kjósa SDG um næstu helgi á landsfundinum ? Ferð þú ekki ?
Ég fer ekki.....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.9.2016 kl. 18:11
Síðuhöfundurinn skilur ekki, að enda þótt SDG segi nú að ekkert ólöglegt hafi verið aðhafst, leyndi hann tengslum sínum ekki aðeins meðan hann gat, heldur ákvað hann á mest áríðandi augnabliki ögurstundar í málinu að ljúga til um tilvist Wintris og bætti síðan um betur með trúnaðarrofi við eigin þingflokk og þingflokk samstarfsflokksins.
David Cameron og aðrir gerðu þetta ekki svona heldur svöruðu spurningunni.
Stjórnmál snúast um traust, svo einfalt er það.
Lítið hliðstætt dæmi: Á blaðamannafundi Mitterands Frakklandsforseta, þar sem spurningarnar dundu og forsetinn reyndi að svara sem best, ákvað ungur blaðamaður að slá keilur með því að spyrja forsetann:
"Er það rétt að þú hafir átt hjákonu?"
Forsetinn svaraði samstundis: "Já. - Næsta spurning?"
Málið dautt.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2016 kl. 18:55
Á ögurstundu, Ómar? Er ögurstund þegar Sigmundi Davíð er veitt fyrirsát?
Engri ögurstundu var til að dreifa, aðeins ófaglegum og óviðunandi vinnubrögðum RÚV.
Páll Vilhjálmsson, 24.9.2016 kl. 19:08
Ágæti höfundur, sem fyrr, hér er huglægt mat á ferð þegar þú skrifar: " aðeins ófaglegum og óviðunandi vinnubrögðum RÚV." Auðvitað hefðir þú gert það sama ef þú hefðir átt möguleika að atast í SJS, Jóhönnnu. Frétt er frétt. Nákvæmlega ekkert að vinnubrögðum RÚV í Wintris málinu, að mínu mati. Sem er alveg jafn merkilegt og þitt.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.9.2016 kl. 20:44
Páll, mig langar afskaplega mikið að fá svar við spurningu sem ég ber undir þig, og hún er sú. Afhverju er þér svona illa við RÚV? Er orsökin kanski sú, eins og nefnt var hér að ofan, að þú hafir sóst eftir stöðu hjá miðlinum og ekki fengið?
Hjörtur Herbertsson, 24.9.2016 kl. 21:08
Páll.. það er nákvæmlega sama ástæða fyrir því að Guardian finnur engin merki um skattsvik og á við um ALLA aðra sem fela peningana sína á aflandseyjum án fyrirtækjaskráningar - það er enginn aðgangur að slíkum upplýsingum.
Nema þú hafir Ársreikninga og bankayfirlit undir höndum til að sýna okkur hinum..
Og Kolbrún Halldórsdóttir - þú mátt geyma peningana þína hvar sem þú kýst - en þú þarft að gera grein fyrir þeim öllum og greiða af þeim skatt í því landi þar sem þú heldur heimili.. Þetta er yfirleitt ekki vandamál nema þegar menn kjósa að ekki bara færa peningana sína heldur setja þau inní félög í t.d. Karabíska hafinu þar sem enginn veit neitt nema það sem þú gefur upp sjálfur... En við einmitt vitum ekkert um eignir þeirra hjóna þarna suðurfrá nema það sem þau segja okkur frá sjálf.
Hvernig haldið þið Páll að skattheimta gengi hér á Íslandi ef sama væri upp á teningnum hjá skattgreiðendum og hjá þeim hjónum - að gefa bara upp eignir eftir eigin geðþótta með enga leið fyrir yfirvöld að sannreyna hvort það sem gefið er upp sé rétt?
Það er talið að það séu að lágmarki 6 triljónir bandaríkjadala falin í félögum á þessum eyjum - eg ætla að skrifa þessa tölu í íslenskum krónum 750 000 000 000 000 krónur miðað við 3% ávöxtum og 20% fjármagnstekjuskatt þá er verið að stinga undan frá ríkjum heims
45000000000000000 krónum
Hér heima á Íslandi eru svo fólk sem reynir það í alvöru að réttlæta að á lista yfir þá sem kjósa að geyma sínar eignir á þessum stöðum sé forsætisráðherra siðmenntaðs þjóðríkis
Fullkomlega sturlað
Jón Bjarni, 24.9.2016 kl. 21:32
Ég hef velt því fyrir mér að þegar núverandi forseti vor hættir störfum. Þá muni hann líta til baka, til að fynna verðugt viðfángsefni í sagnfræðinni.
Kannski tekur hann Panamaskjölin fyrir og eftirleikinnn. Hann mun líklega skrifa formála með fyrirsögninni Hvernig gat þetta gerst.
Haukur Árnason, 24.9.2016 kl. 22:18
"WINTRIS VINSTI VIRUSIN ",,HEFUR SEST ILLA AÐ I MÖRGUM ! en erfðafe Önnu Sigurlaugar konu SDG liggur enn i sama bankanum i Englandi og hann var lagður inni forðum daga og hefur aldrei þaðan farið ! En af þvi eg hef unnið mikið við hjúkrumn þá veit eg undir hvað svona þrahyggja fólks eins og þeirra sem hafa SDG á heilanum flokkast og er verulega slæm liðan og heiluspillandi !....Eðlilegt að se biðröð hja læknum i dag !!!!!
rhansen, 24.9.2016 kl. 22:33
Jón Bjarni, þótt þú titlir mig Halldórsdóttur þá tek ég ávarpið til mín.
Þú þekkir greinilega ekki skattalögin. Þótt þú erfðir 500 milljarða hér á landi þá mættirðu flytja þá til Sviss, London, Tortola, kveikja í þeim eða snýta þér með þeim og sturta síðan niður í skolpræsið - eftir að erfðafjárskatturinn hefur verið greiddur.
Kolbrún Hilmars, 25.9.2016 kl. 03:32
Síðast þegar Sigurður Ingi og Eygló hjálpuðu vinstrimönnum og lýðræðinu þá sendu þau vin sin Geir til slátrunnar í Landsdómi.
Núna ætla Sigurður Ingi og Eygló að hjálpa vinstrimönnum og lýðræðinu með því að senda Sigmund Davíð til slátrunnar.
Er þetta dómgreindarleysi?
Samkvæmt heimspeki Ómars Ragnarsonar og annara vinstrimanna er allt í lagi að ásaka menn um glæpi einsog til dæmis barnaníð því réttlætið sigrar að lokum.
Ég leifi mér að segja „Halló Hafnafjörður“ í staðinn fyrir Amen.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 25.9.2016 kl. 08:56
Kollbrún sem talar hér að ofan. Nei við getum ekkert flutt peninga okkar erlendis eins og við viljum. Til þess þarf gjaldeyrir og eins þá hefur EES samningurinn ekkert með skattaskjól á Tortóla að gera.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.9.2016 kl. 10:30
Auðvitað fundust engin merki um skattaundanskot. Enda snerist málið ekkert um það heldur vanhæfi forsætisráðherra í málefnum slitabúanna. Þetta er margbúið að benda síðuhaldara á en samt heldur hann áfram að berja hausnum við steininn. Það er ekki skynsamlegt og endar bara með hausverk.
En er Framsóknarflokkurinn sjálfur hluti af þessu "stóra RÚV samsæri"?
Voru búin að ákveða að setja Sigmund af - mbl.is
Það hlýtur eiginlega að vera að mati síðuhaldara, miða við fyrri skrif sama höfundar um málið. Núverandi forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hefur greint frá því að á meðan Sigmundur var að leika af sér á Bessastöðum hafi þingflokkur Framsóknar tekið ákvörðun um að setja hann af sem forsætisráðherra. Var því kannski stjórnað, og þar með þingflokki Framsóknar, frá fréttastofu RÚV? Allt hluti af stóra samsærinu?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2016 kl. 13:25
Ómar Ragnarsson í málinu að ljúga til um tilvist Wintris
Þú hlýtur þú væntanlega að heimta að núverandi forseti segi af sér samstundis þar sem hann var gripinn að lygi í beinni útsendingu, sömuleiðis er ekki mikið traust hafandi á þeim kauða.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.9.2016 kl. 14:12
Eru nú Sigmundungar að halda því fram að framboð Sigurðar Inga sé runnið undna rótum RÚV?
Sem sé RÚV um að kenna að hvorki varaformaður né ritari Framsóknarflokksins treysti sér til að vinna með formanninum?
Skeggi Skaftason, 25.9.2016 kl. 22:03
Það er samband klíkunnar sem er að reyna að gera Ísland að hreppi. Græðgisfaraldur hefur náð að skaða ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2016 kl. 19:11
ESB-hreppi,ræð ekki við að hlusta á RUV: og skrifa um leið.
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2016 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.