Laugardagur, 24. september 2016
Traust kemur með trúnaði
Traust er af skornum skammti í pólitík og aldrei minni en árin eftir hrun. Heilir stjórnmálaflokkar, Píratar, ná afbragðsárangri í í skoðanakönnum með því að gera út á vantraust.
Til að byggja upp traust þarf trúnað. Sá trúnaður sem mestu skiptir fyrir stjórnmálaflokk er að forysta flokksins vinni samhent að sameiginlegum markmiðum.
Sigurður Ingi býður sig fram gegn sitjandi formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð, vegna þess að formaðurinn verður fyrir ómaklegum árásum frá einum fjölmiðli sérstaklega, RÚV.
Þegar Sigurður Ingi segir Sigmund Davíð ekki hafa ,,endurreist traust" á hann við að RÚV heldur áfram árásum á formanninn. Traust eykst ekki með því að menn leggist á árarnar með þeim sem ala á vantrausti. Traust byrjar með trúnaði.
Sigurður Ingi nefnir engin málefnaleg rök fyrir formannsframboði sínu. Framboð Sigurðar Inga elur á vantrausti, sem myndi aukast stórkostlega ef svo slysalega vildi til að hann hefði árangur sem erfiði. Í hjarta sínu veit Sigurður Ingi að hann er leiksoppur. Þess vegna segist hann ætla að fylkja sér að baki þeim formanni Framsóknarflokksins sem verður kjörinn næstu helgi. Sem hlýtur að vera Sigmundur Davíð.
Náði ekki að endurreisa traust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erum við að týna fóstbræðralaginu líka?
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2016 kl. 15:19
Ef ég man rétt, þá liðu hartnær þrjár vikur frá því að viðtalið fræga var tekið við Sigmund Davíð þar til það var birt á RÚV.
í millitíðinni aðhafðist hann ekki neitt sér til varnar.
Hvers vegna?
Hörður Þormar, 24.9.2016 kl. 15:38
Um leið og höfundi er þakka fyrir að tjá sig hér í belg og biðu, þá er leiðinlegt frá því að segja að nú geta starfsmenn RÚV ekki gert það sama, sem er miður. Höfundur hlýtur að vera leiður yfir því líka.
Höfundur hlýtur svo koma með rök á bak við þessi orð sín; "Í hjarta sínu veit Sigurður Ingi að hann er leiksoppur.". Ekki nema þetta sé huglægt mat höfundar. Væri gaman að vita fyrir hverja dýralæknirinn er leiksoppur fyrir að mati höfundar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.9.2016 kl. 18:19
Maður sem ætlar að svíkja loforð við annan mann og er með kjánalegar skýringar eins og "flokkur sé stærri en maður" getur ekki upplifað sig annað en leiksoppur fyrir sjálfum sér í því ljósi sem blasir við honum.
Ég vona Sigurðar vegna að hann láti ekki fífla sig
Eggert Guðmundsson, 25.9.2016 kl. 00:02
og hann sé maður orða sinna.
Eggert Guðmundsson, 25.9.2016 kl. 00:03
orðheldni og loforð eru stærri en flokkur.
Eggert Guðmundsson, 25.9.2016 kl. 00:04
Hörður Þormar, eiginkona Sigmundar Davíðs sendi frá sér langa greinargerð, en RÚV, gula pressan og stjórnarandstaðan ákváðu að hunsa hana. Tilgangur Jóhannesar Kr. og Kastljóss var nefnilega að taka SDG niður ekki að upplýsa um málið.
Ragnhildur Kolka, 25.9.2016 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.