Föstudagur, 23. september 2016
Píratar geta ekki stjórnað sjálfum sér
Píratar tala sín á milli í gegnum sálfræðing. Birgitta Jónsdóttir er hálfguð Pírata og fer sínu fram, breytir framboðslistum ef því er að skipta og finnur upp heilbrigðisstefnu á spjalli í Húsasmiðjunni.
Kortéri fyrir kosningar er kosningastjórinn rekinn án annarra skýringa en að ,,skoðanaágreiningur" sé uppi.
En auðvitað geta Píratar stjórnað landinu þótt þeir stjórni ekki sjálfum sér.
Kosningastjóri Pírata rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Konur í ábyrgðarstöðum í Sjálfstæðisflokknum segja sig úr honum í hrönnum þessa dagana og sumar eru jafnvel komnar í framboð fyrir aðra flokka.
Þingmaður flokksins hefur kvartað til ráðuneytis formannsins vegna hótana frá undirmanni hans, ráðuneytisstjóranum.
Þingflokkur Framsóknarflokksins er í þessum töluðu orðum á krísufundi vegna forystukreppu sem komin er upp í flokknum.
Ekki-baugsmiðillinn þykist samt hvergi sjá neinn innanbúðarágreining, nema auðvitað hjá Pírötum, og finnur því að sjálfsögðu allt til foráttu.
Skoðist í ljósi þess. Góða helgi.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2016 kl. 14:09
Píratar eru í leit að stefnu fram á síðustu stundu. Ekki er hægt að auglýsa þegar ekki er ljóst hvert fleyið stefnir. En jú, alveg ný stjórnarskrá og aðild að ESB. Það getur varla orðið stærsti flokkurinn.
Ívar Pálsson, 23.9.2016 kl. 14:10
Ívar. Aðild að ESB? Hvort ertu að tala um Viðreisn eða Samfylkinguna?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2016 kl. 14:36
Þar sem Píratar eru valkostur fyrir óákveðna í komandi þingkosningum, þá þurfa þeir að tjá stefnu sína um aðild að ESB. Ekki samt til sýndar eins og VG gerði vorið 2009.
Kolbrún Hilmars, 23.9.2016 kl. 15:27
Guömundur, þeir sem aðhyllast þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aftur upp frekari aðlögun að ESB eru með aðild á dagskránni. Sumir helstu frambjóðendur eru mjög hallir undir ESB- aðild.
Ívar Pálsson, 23.9.2016 kl. 18:42
Einmitt Ívar. Viðreisn og mögulega Samfylkingin þó ég trúi henni reyndar alveg til að gera það án þjóðaratkvæðagreiðslu eins og síðast.
Stefna Pírata er hinsvegar sú að það verði ekkert meira gert í málinu, NEMA að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég ætti að vita það því ég sat við borðið þar sem sú stefna var mótuð.
Frá mínum bæjardyrum séð væri það langfarsælasta málsmeðferð ESB málsins að leiða það til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin hafnar aðild. Þá væri þetta mál bara dautt og grafið fyrir fullt og allt og við gætum farið að halda áfram að lifa lífinu án þess endalaust þurfi að karpa um þetta blessaða ríkjasamband á meginlandi Evrópu.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2016 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.