Fimmtudagur, 22. september 2016
RÚV á að biðja Sigmund Davíð afsökunar
RÚV hannaði fréttir til að knésetja Sigmund Davíð sem stjórnmálamann. RÚV krefst þess að Sigmundur Davíð sanni sakleysi sitt en leggur ekki fram gögn sem sýna meinta sekt hans.
Aðför RÚV að Sigmundi Davíð er þráhyggja. Í kvöld var frétt á RÚV, skrifuð af manni sem áður vann hjá undirverktakanum Reykjavík Media. Fréttin er um Bahama-skjöl, sem eru önnur en svokölluð Panamaskjöl, og taka m.a. til Kros fyrrum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins. Í lok fréttarinnar segir RÚV:
Þetta eru að efninu til sömu skýringar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gaf í viðtali og í yfirlýsingum um félagið Wintris Inc.
Niðurlagið er óþverralegur áburður á Sigmund Davíð þar sem honum er án raka slengt saman við mál sem tengist honum nákvæmlega ekki neitt. Efstaleiti þarf á sálfræðingi að halda.
Getur ekki beðist afsökunar á árásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Menn geta lesið að Wintris Inc var bara nafn án peninga.Þó ætti fólk að lesa allt um það á síðum útv.Sögu,eftir Guðbjörn Jónsson.
Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2016 kl. 00:09
Aðförin að Sigmundi var einstök á heimsvísu. Sigmundur hafði aldrei leynt neinu. Allt var uppi á borðum. Þetta er mantra ykkar Sigmundunga.
Það sem hann var spurður um í viðtalinu fræga með Jóhannesi og sænska sjónvarpsmanninum voru sem sé allt hlutir sem voru á allra vitorði - eða hvað?
Vissi fólk almennt af því að Sigmundur og frú geymdu auðæfi sín í félagi skráðu á Tortóla? Vissi fólk að félagið átti kröfu í þrotabú banka uppá hálfan milljarð?
Af hverju sagði Sigmundur í viðtalinu fyrst að hann þekkti félagið ekki? Svo sagði hann að það tengdist kanski félögum sem hann hafði verið í stjórn fyrir?
Af hverju LAUG Sigmundur þessu, ef þetta voru allt hlutir SEM ALLIR VISSU??
Af hverju hefur Sigmundur ENN EKKI upplýst hvenær og hvernig Wintris eignaðist þessar kröfur?
Skeggi Skaftason, 23.9.2016 kl. 10:12
Auðvita æti RUV að biðjast afsökunar, og ekki bara á ósvífinni rassglímu við Sigmund Davíð, það er líka svo margt annað ósæmilegt sem sjálfkjörnir eigendur þessa svonefnda RUV hafa leift sér.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.9.2016 kl. 11:19
Rassglíma?? Að spyrja um eignarhald á skráðu félagi????
Skeggi Skaftason, 23.9.2016 kl. 12:06
Var SDG virkilega krafinn þess að hann "sannaði sakleysi sitt" í viðtalinu fræga?
Var hann þar ekki bara spurður einfaldrar spurningar sem hann af einhverri ástæðu treysti sér ekki til að svara?
Agla, 23.9.2016 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.