Fimmtudagur, 22. september 2016
Kynjakvóti er ekki frjálslyndi
Kynjakvóti er valdboð um hlutföll kynja á framboðslista. Valdboð getur ekki verið merki um frjálslyndi, eins og þrjár sjálfstæðiskonur segja á fésbók.
Og að lýðræðislegar kosningar séu merki um íhaldssemi er enn langsóttara.
En það hentar Viðreisn ágætlega að fá vottorð frá sjálfstæðiskonum að handval Benedikts formanns á framboðslista sé merki um frjálslyndi.
Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Komdu sæll
Kristinn Gunnarsson, vinstrimaður og fv. alþingismaður greindi stöðu þeirra tveggja sem síðast leiddu lista okkar sjáfstæðismannaa á Suðurlandi bara nokkuð vel í Pressunni. Framahaldsályktanir voru svo dregnar af honum í áróðursskyni. Sem sé; gerðir þeirra féllu kjósendum ekki í geð. T.d. studdi ég Unni Brá í samtölum við fólk eftir mætti fyrir 3 árum, en mælti gegn henni að sama skapi eftir að hún fór að gefa ríkisborgararétt í jólagjöf á annarra kostnað.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.9.2016 kl. 20:06
M.a.ö. hvar eru þessar 3 búsettar?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.9.2016 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.