Fimmtudagur, 22. september 2016
Búvörulögin og vinstribloggherinn
Vinstribloggherinn reyndi að efna til uppþots vegna búvörulaganna. Aðgerðin var með sama svipmóti og önnur sambærileg uppþot. Afmarkað mál var tekið fyrir, það skrumskælt og ýkt. Sagt var að búvörulögin jafngiltu nokkrum Icesave-samningum og þau væru samsæri gegn neytendum. Til að krydda málið enn frekar voru á lofti ásakanir um dýraníð.
Öflugasti flokkur vinstrimanna, Píratar, fékk á sig holskeflu gagnrýni fyrir hjásetu í málinu. Aumasti flokkur, vinstrimanna,Samfylkin, notaði tækifærið að koma sér á framfæri og krafðist uppstokkunar á landbúnaðarkerfinu. Sérkennilegt bandalag auðhrings og vinstrimanna varð til í hita leiksins þar sem krafist var þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu var fylgt eftir með undirskriftarsöfnun á netinu. Allt var til reiðu að efna til útifundar á Austurvelli.
En svo dagaði stóra-búvörumálið uppi. Bloggher vinstrimann tókst ekki að fylgja eftir hávaðanum, þrátt fyrir aðstoð RÚV og annarra fjölmiðla.
Og nú skrifar forsetinn undir búvörulögin. En vinstribloggherinn bíður eftir næsta tækifæri að taka æðiskast og efna til nýrrar atlögu.
Forsetinn hefur staðfest búvörulög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vantar mikið þegar skúbbið frá Baugi og Sturlu bílstjóra er ekki til staðar lengur. Hagar virðast vera eitthvað tregari á framlögin en þeir gömlu. En snnfæringin þarf þó ekki að vera síðri.
Halldór Jónsson, 22.9.2016 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.