Miðvikudagur, 21. september 2016
Eftir Brexit er EES-samningurinn dauðadæmdur
Bretar fara úr Evrópusambandinu og ætla sér ekki að ganga inn í EES-samninginn, sem Ísland, Noregur og Lichtenstein halda uppi. Þar með er EES-samningurinn dauðadæmdur.
Evrópusambandið er þegar með tvíhliða samninga við Sviss um fjölmörg mál. Enginn veit hvernig viðskilnaður Bretlands verður við Evrópusambandið, þótt það eitt sé vitað núna að Bretar ætla sér ekki inn í EES-samninginn. Það þýðir að nýir samningar/samningur verður gerður við Bretland.
Evrópusambandið mun ekki standa fyrir einu samningasetti fyrir Sviss, öðru fyrir Bretland en jafnframt reka áfram EES-samninginn - sem upphaflega var biðsamningur fyrir verðandi aðildarríki Evrópusambandsins.
Bretland eitt og sér er miklu stærra en smáríkjasambandið Noregur-Ísland-Lichtenstein. EES-samningurinn verður aðeins handþurrka fyrir embættisverkið í Brussel, sem mun einbeita sér að halda jafnvæginu í samskiptum við Bretland.
Stjórnvöld eiga að undirbúa afnám EES-samningsins. Á meðan viðræður við Bretland um útgönguskilmála og nýjan samning standa yfir nýtur EES-samningurinn diplómatískrar friðhelgi - en líkið verður afhjúpað um leið og Bretar semja við Evrópusambandið.
Við getum róleg lagt á hilluna alla umræðu um breytingar á stjórnarskránni vegna EES-samningsins.
Verður ekki lengra komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.