Sunnudagur, 18. september 2016
1,5% kjósenda vilja ræða ESB-aðild
RÚV lét könnunarfyrirtæki athuga áhugamál kjósenda - RÚV er farið að skammast sín fyrir að hringja á flokksskrifstofu Samfylkingar eftir þeim upplýsingum.
Ein niðurstaða er sláandi: aðeins 1,5 prósent kjósenda vill ræða ESB-aðild Íslands.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Viðreisn.
Athugasemdir
Eru þetta ekki bara fínar fréttir fyrir Viðreisn? ESB verður þá ekki gert að einhverju aðalatriði í kosningabaráttunni
Jón Bjarni, 18.9.2016 kl. 21:18
flott fyrir þig - þú þarft ekki að hafa áhyggur þótt við viljum kjósa um framhaldið
Rafn Guðmundsson, 18.9.2016 kl. 22:07
Fréttir eru síbreytilegar sérstaklega um stjórnmálaleg deilumál. Við eigum ágætis nágranna í vestri og gætum sótt um viðskipta samning við Nafta,þótt heyrist nú sjaldan. Mér finnst 1,5 prósent kjósenda ekki nægjanlegt,þyrfti að fara niður í 0,5 og allra helst á núllið.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2016 kl. 23:20
Þá hlýtur Páll að telja skynsamlegt að fara í kosningu um áframhaldandi ESB viðræður þar sem áhuginn er í lámarki....
Koma þessu máli frá, allir hljóta að vera sammála þvi.
Snorri Arnar Þórisson, 19.9.2016 kl. 09:16
Það er ekkert sem heitir að "kikja í pakkan", eða um að semja. Eina sem er hægt að semja um, er tímaramminn utan um reglugerðafargan ESB.
Samfylkingin hefur ranglega haldið þessu ítrekað fra og útsendarar hennar.
Það hefur oft sinnis komið fra, að ef sótt er um inngöngu í ESB, þá hefst aðlögunarferli, engir samningar um innihald regluverksins, eingöngu kynning á köflunum og rætt um um þann tíma sem viðkomand land telur sig þurfa til að fullgilda hann.
Samfylkingin og VG fóru af stað, án umboðs þjóðarinnar, í skjóli þess að þau væru að "semja". Meira segja Össur er búinn að fatta að það er ekki þannig.
Að kjósa um áframhaldandi viðræður er ekki í boði.
Kjósa þarf um hvort sækja eigi um inngöngu:
Vilt þú ganga í ESB
Já
Nei
Þegar það er búið geta stjórnvöld unnið með niðurstöðuna.
Benedikt V. Warén, 19.9.2016 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.