Hægri eða vinstri, stöðugleiki eða lausung

Undirstraumar kosninganna í október er stöðugleiki eða lausung. Vinstriflokkarnir, Píratar meðtaldir, bjóða stefnu lausungar þar sem stjórnarskráin, ESB-aðild og efnahagsleg tilraunastarfsemi er í forgrunni.

Hægriflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, stefna á efnahagslegan stöðugleika og hafna tilraunum með stjórnskipun og efnahagsbúskap.

Viðreisn er framboð mótsagna, styður í orði kveðnu stöðugleika en boðar ESB-aðild.

Ýmis hávaðamál munu skjóta upp kollinum í aðdraganda kosninganna og kannski hafa áhrif. En meginlínurnar liggja fyrir.


mbl.is „Hlakka til kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Heldur þú að VG myndi sækja um aðild að ESB ef að þeir fengju 51% kosningamanabærra manna á bak við sitg?

Jón Þórhallsson, 18.9.2016 kl. 14:01

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég hugsa þeir myndu klofna í afstöðunni til ESB, Jón.

Páll Vilhjálmsson, 18.9.2016 kl. 14:53

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru einhverjir innan VG sem að myndu virkilega vilja þangað inn?

Ef svo; hverjir þá?

Jón Þórhallsson, 18.9.2016 kl. 14:56

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í tíð vinstristjórnarinnar 2009-2013 stóð Vg að ESB-umsókn Samfylkingar. Ekkert uppgjör fór fram innan Vg - annað en að þingmenn og félagsfólk hætti störfum í flokknum. Þeir sem eftir sitja segja mest lítið um Evrópumál og forðast umræðuna. Sem bendir til að ESB-sinnar í flokknum sé nægilega margir til að andstæðingar aðildar hafi hljótt um sig.

Páll Vilhjálmsson, 18.9.2016 kl. 15:05

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Var það ekki bara þannig að þeir flokkar sameinuðust um vinstri stefnu; með því skilyrði að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla seinna um málið?

Allir félagar VG hefðu væntanlega hafnað þeirri aðild í þeirri kosningu.

Jón Þórhallsson, 18.9.2016 kl. 15:13

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef alltaf upplifað VG eins og minna liberal útgáfu af Framsókn - (eða réttara sagt, Framsókn eins og liberal útgáfu af VG) - og ég sé ekki alveg fyrir mér að eitthvað slíkt vilji nokkuð með ESB hafa.

Þeir tóku bara þátt í þessu ESB brölti fyrir völdin innanlands.  Held ég.

Eiginhagsmunapot, ekki eldflaugavísindi.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.9.2016 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband