Framsókn: lykilflokkur eða jaðarflokkur?

Sigmundur Davíð varð formaður Framsóknarflokksins 2009 og gerði hann að lykilflokki íslenskra stjórnmála. Árin þar á undan var flokkurinn í upplausn, bæði stefnulaus, forystulaus og spilltur.

Framsóknarmenn, bæði í Norðausturkjördæmi um helgina og á landinu öllu í byrjun október, standa frammi fyrir vali á forystu.

Með Sigmund Davíð í brúnni getur Framsóknarflokkurinn áfram verið lykilflokkur í stjórnmálum. Án Sigmundar Davíðs er framtíð flokksins óræð en allar líkur eru að nýr formaður hrekist á jaðar stjórnmálanna með flokkinn. Formenn stjórnmálaflokka ráða verulegu um framgang þeirra. Spyrjið bara samfylkingarfólk.


mbl.is 370 kjósa um framtíð Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þjóðin sættir sig ekki við að Sigmundur hverfi af vettvangi stjórnmálanna.
  Þess vegna verður legið í honum að taka þátt með nýjum upprennandi flokkum.E.t.v. sameinuðum enda ætlum við ekki að láta stóra bola éta'okkur. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2016 kl. 16:14

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sýnist svona í fljótu bragði að það séu ekki margir núverandi flokka tilbúnir að vinna með Sigmundi Davíð! Enda ljóst að með Sigurði Inga þá urðu stakkaskipti varðandi samvinnu milli flokka. Þannig að ég held að þetta sé öfugt að framsóknarmenn kjósa nú um hvort að flokkurinn verði jaðarflokkur á Alþingi sem enginn vill vinna með eða hvort að flokkurinn er stjórntækjur

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.9.2016 kl. 16:29

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að við útileokum þá flokka sem að stefna á ESB;

hvaða flokkar eru þá eftir?

Jón Þórhallsson, 16.9.2016 kl. 16:53

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég leyfi mér að endurtaka spurningu JÞ hér að ofan.?

Kolbrún Hilmars, 16.9.2016 kl. 17:24

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og minni á þau ágætu mannréttindabrot sem nú eru á gangi á starfsfólki RUV og höfundur hér líkar einkar við, þá verð ég að gera orð Helgu hér að umræðuefni."Þjóðin sættir sig ekki við að Sigmundur hverfi af vettvangi stjórnmálanna." Hérna Helga, það er rétt um 10% þjóðar sem styður við flokk leiðtoga lífs þíns. Það eru rétt um 36% sem styðja við þá stjórn sem þinn heittelskaði stýrði.  Þannig að taka jafnstór upp í sig og að tala um heila þjós vs SDG er í best falli brjálaðislega fyndið.

Vonandi sjáum við SDG færa sig yfir í Ízlensku þjóðfylkinguna, þá kannski næði hún 5% og 6 mönnum inn, helst á kostnað Frammara. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.9.2016 kl. 18:56

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sumir virðast vilja grasa-Björns Inga-liðið áfram?

Hver kaus Björn Inga Hrafnsson, Guðna Ágústsson og fleiri stjóra-styrkjalepjandi karlrembur til að stjórna löggjafa-samkundunni?

Fólk lætur mata sig á lygum og áróðri svikulla dagblaða og annarra fjölmiðla.

Það er mér eiginlega alveg óskiljanlegt, hvers vegna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram í þessu baktjaldabrasi, þegar sumir þingflokksmenn vilja ekki einu sinni hafa hann áfram?

Ætli það sé virkilega satt, að hann hafi ekki rætt við þingflokksfélagana, áður en hann fór á Bessastaða-fundinn til að fella Framsóknarflokkinn "sinn" og ríkisstjórnina?

Hvernig er slíkt réttlætt, þegar þingið var hertekið af öskrandi brjáluðum og hótandi mótmælendum, sem voru að mótmæla öllu mögulegu ólíku, og sumir vissu varla hverju þeir voru að mótmæla? (Hver borgaði)?

Þetta er lélegt leikrit í þessu kúgaðra leikara Þjóðleikhúsi, sem stjórnað er af kúgandi lögmannanna og dómara-spillingar-níðingaliðinu frímúraða.

Það hefur engan tilgang að kæra óréttlæti og níðingsskap, því yfirníðingarnir eru staðsettir í marklausu og spilltu dómskerfi Íslands!

Hvenær ætlar fólk að fatta það?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2016 kl. 20:58

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gengur skilningur þinn upp með einni limrulínu; "Er það þinn eða minn sjóhattur" Sigfús!  

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2016 kl. 22:11

8 Smámynd: Jón Bjarni

Hvaða flokkar myndu vinna með SDG í ríkisstjórn?

Jón Bjarni, 17.9.2016 kl. 01:08

9 Smámynd: Jón Bjarni

http://kjarninn.is/frettir/2016-04-06-81-prosent-treysta-ekki-sigmundi-david-61-prosent-treysta-ekki-bjarna/

Getið þið í alvöru útskýrt fyrir mér hvernig SDG á að vera áhrifamaður í Ríkisstjórn?

Jón Bjarni, 17.9.2016 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband