Fimmtudagur, 15. september 2016
Guðni og Jón reyna að kljúfa Framsókn
Guðni Ágústsson og Jón Sigurðsson voru formenn Framsóknarflokksins á niðurlægingarskeiðinu í kringum hrunið. Framsókn var þá áhrifalaus flokkur, hugmyndalaus og spilltur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við formennsku 2009. Hann leiddi flokkinn til stórsigurs í kosningunum 2013 í krafti stefnumála sem fengu hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Undir forystu Sigmundar Davíðs stefnu vinstriflokkanna um ónýta Ísland hnekkt og þjóðin fékk sjálfsvirðinguna á ný.
Ætla mætti að fyrrum formenn Framsóknarflokksins yrðu öðrum glaðari þegar svona vel gengur. En það er öðru nær. ESB-sinnin Jón Sigurðsson notar öll tækifæri að hælbíta Sigmund Davíð og Guðni Ágústsson gerist tilræðismaður sitjandi formanns.
Brölt þeirra félaga leiðir til klofnings í Framsóknarflokknum ef góðir menn og skynsamir taka ekki í taumana og afstýra stórslysi.
Lilja íhugar varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem Páll er að segja í þessum örvæntingarfullu stuðningspistlum sínum er að Framsóknarflokkurinn sé í rauninni vonlaus samkunda og að Sigmundur Davíð sé STÆRRI en Framsóknarflokkurinn.
Stefnumálið sem færði flokknum sigurinn 2013 var eitt og aðeins eitt að - stóra millifærslan, þar sem fólk í eigin húsnæði, ekki síst vel stætt millistéttarfólk og ríkt fólk, fékk loforð um gefins peninga úr sameiginlegum sjóðum okkar. Líklega eitt dýrasta kosningaloforð sögunnar og tilgangslausasta eyðsla á 80 milljörðum sem um getur.
Skeggi Skaftason, 15.9.2016 kl. 10:09
Guðni Ágústsson vék úr sæti formanns í krafti þess að enginn einstaklingur væri stærri en flokkurinn og að það þyrfti að finna formann, sem gæti sameinað flokksmenn.
Enn sem komið er hefur Sigmundur Davíð ekki áttað sig á því að miðað við áframhaldandi afneitun hans verður flokkurinn ekki sameinaður.
Ómar Ragnarsson, 15.9.2016 kl. 10:09
Páll notar óspart stríðs- og átakaorðfæri formannsins: Sá sem gagnrýnir Sigmund er hælbítur, sá sem vill skipta um formann er að sýna sitjandi formanni tilræði.
Svona talsmáti þekkist í einræðisríkjum, þar sem foringjahollusta er skylda.
Með svona tali er verið að letja fólk frá því að gagnrýna og þagga niður óánægjuraddir.
Skeggi Skaftason, 15.9.2016 kl. 11:57
Ef einhver gjörningur hér á landi líkist þeirra einræðisríkja,þar sem foringjahollusta er skylda; Skeggi þá er það grófa ólöglega aðför ríkisfjölmiðilsins að forseta landsins.- Segðu mér nú í einlægni og lát okkur heyra; Er það einlægur ásetningur þinn og fárra herskárra esbsinna að eyðileggja Ísland sem er okkur langflestum svo kært.
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2016 kl. 12:58
SPurningamerkið gleymdist en er Stórt ???
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2016 kl. 13:01
Helga, þú ert væntanlega að tala um forsætisráðherrann (fyrrverandi) en ekki forseta. Það hefur ekki farið fram nein aðför að honum í Ríkisútvarpinu. Hann var spurður spurninga, sem hann kaus að svara ekki satt.
Skeggi Skaftason, 15.9.2016 kl. 14:00
Um leið og ég minni á múlbindingu starfsfólks RÚV, sem höfundi líkar einkar vel, þá sitja þau öll sem eitt undir sturtu höfundar og fá ekki að svara fyrir sig. Það eru skert mannréttindi að mínu mati en auðvitað ætti höfundur að vita það, lærður siðfræðingurinn. En hér fer þá meintum starfsmönnum RÚV fjölgandi. Greinilega Guðni og nú Jón Sigurðsson komnir þangað á gafl, svona úr því að þeir eru ósammála SDH og hans slekti. Grunar að það muni þá fjöla skráningum á "nýjum" starfamönnum RÚV næstu daga, svona úr því að SDG er að hætta sem formaður. Líklega sérframboð, framboð forréttinda. Höfundur yrði ábyggilega í 1. sæti hér í borg, enda annálaður forréttindamaður. Hann fær að tjá sig opinberlega en vill ekki að starfsmenn RÚV geri slíkt hið sama. En nú að öðru. Hér er párað, greinilega af ósnotrum aðilum, að þeir sem vilji SDG séu ESB sinnar. Já, þannig að þeir sem vilja þá kannski böku með pepperoni, eru þeir þá allir múslimar ? Hvers konar tal er þetta eiginlega ? Auðvitað er Framsóknarflokkur höfundar og SDG á leið í endanlega glötun ef SDG situr áfram, enda lítið að marka þá báða, á stundum. SDG heldur verrri, segir eitt í dag, dregur það til baka á morgun og gagnrýnir svo á þriðja degi þá sem nefndu það. Svo skilur hann eftir sig persónulega 600 milljóna króna reikning vegna andrúðar sinnar á lýðræðislega kjörin Borgaryfirvöld. Kannski er höfundur farinn að safna aurum til að borga fyrir formann sinn, hver veit.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.9.2016 kl. 14:48
Já það er rétt Skeggi, fór strax eftir færsluna að láta laga tölvugarminn,nenni ekki að byrja á annari gerð sem mér er boðin.....
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2016 kl. 15:36
Hver kaus Guðna Ágústsson í síðustu alþingiskosningum?
Hvað kemur honum til að setjast í einhverjar stjórastæla-valdaræður í fjölmiðlum? Kallinn vildi fyrir einhverjum árum síðan bara stórbú á Íslandi, en nú vill hann bara smábú? Getur hann ekki bara hætt þessu rugli?
Er hann ekki búinn að vinna úr gamla tapsárinu, og þarf því að sundra restinni til að ná fram hefndum á einhverjum?
Ég hélt einu sinni að Guðni væri heiðarlegur, og líklega var hann það. En í dag talar einhverjir spillttir embættiskerfis peningagrísir í gegnum kallinn frá Brúnastöðum. Hann ætti að halda sig við að segja brandara og sögur af dauðum uppstoppuðum sauð á Brúnastöðum.
Honum og fleiri góðborgurum klíkunnar fer það kannski best að auglýsa dauða uppstoppaða sauði og Viðreisn spillingarinnar!
Eða, það er annars ekkert að marka kosningar á Íslandi.
Því svona gamlir kerfis-sauðir, (sem enginn kaus), taka allt í gíslingu með hjálp mafíulögmanna/dómstóla. Heilu flotaforingja-gíslatökur á alþingi eru þekkt frá síðasta kjörtímabili. Þá flotaforingja munar ekkert um það smáræði, að hóta einum og einum.
Þetta er viðbjóðslegt og siðlaust samfélag á allan stjórnsýsluhátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2016 kl. 15:37
Það virðist vera að koma á daginn, - að það vill enginn ,,panamamanninn".
Ekki heldur grasrótin í framsókn.
Það vill enginn fara að styðja flokk í kosningabaráttu þar sem fyrir liggur að aðallega verði rætt panamahneyksli SDG.
Það virðist allur meginþorri þjóðar vera búinn að fá nóg af þessari vitleysu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2016 kl. 22:41
Ómar Bjarki.
Eins og þú ert mikill grúskari í Framsóknarflokknum og stefnu hans, kemur það mér verulega á óvart að þú skulir ekki muna það, að grasrótin í flokknum kom Sigmundi Davíð til valda í Framsóknarflokknum.
Flokkseigendafélagið hefur aldrei jafnað sig á því.
SDG kom sá og sigraði í kosningunum 2013 og það hafði ekki gerst síðan 1979. Sárt fyrir flokkseigendafélagið og þá formenn sem sátu milli þessara ára.
Þeir eru skiljanlega ósáttir nú og hyggja á hefndir, sér í lagi tókst kratanum Jóni Sigurðssyni óhöndulega með flokksforustuna.
Nú er að sjá hvor hefur betur í núverandi glímu, grasrótinni eða flokkseigendafélaginu.
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 23:44
Benedikt góður að vanda. Svo er Sigfúsi að fara fram með orðafarið, nú er verið að múlbinda RUV.
Elle_, 16.9.2016 kl. 21:22
Og svo er ég sammála Helgu um eyðileggingu á landinu. Það væri nær að styrkja enn frekar samband okkar við Bandaríkin og Kanada.
Elle_, 16.9.2016 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.