Lýðræði Pírata er hjá sálfræðingi - vinstriflokkar gamla Íslands

Tveir Píratar af þrem voru í þinghúsinu þegar búvörulögin voru samþykkt. Píratarnir tveir, Helgi Hrafn og Ásta Guðrún, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna félögum sínum til lítillar gleði.

Píratar styðjast við sálfræðing til að skilja stjórnmál. Engu að síður eru þeir með um 30 prósent fylgi í skoðanakönnunum.

Ástæðan fyrir því að Píratar eru jafn stórir í fylgismælinum og raun ber vitni er að vinstriflokkar ,,gamla Íslands", Samfylking, Vg og Björt framtíð, eru í andarslitrunum. Enginn annar valkostur en Píratar eru fyrir vinstrimenn.

Í kosningum í haust stendur þjóðin andspænis tveim kostum. Lýðræði hjá sálfræðingi annars vegar og hins vegar lýðræði stöðugleika og framfara.


mbl.is Lýðræðisbrestur með afgreiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Reyndar eiga alvöru vinstri menn annan valkost; Alþýðufylkinguna.

Kolbrún Hilmars, 14.9.2016 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband