Miðvikudagur, 14. september 2016
ESB í tilvistarkreppu - Evrópuher er svarið
Evrópusambandið er í tilvistarkreppu, segir Juncker forseti framkvæmdastjórnar ESB. Félagslegt óréttlæti, hátt atvinnuleysi, risavaxnar ríkisskuldir og flóttamannavandi grafa undan tiltrú almennings á ESB.
Juncker boðar stofnun Evrópuhers til að treysta samheldni aðildarríkja. Meiri og dýpri samvinna eftir úrsögn Breta er viðkvæði valdhafa í Brussel.
Stór-Evrópa með eigin her og sjálfstætt framkvæmdavald er svar ESB-sinna við sívaxandi óvinsældum. Næsta skref er að leita sér að óvini til að sameinast gegn. En fyrst þarf sem sagt Evrópuher.
Bretar geta ekki valið úr að vild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert sameinar þjóðir eða þjóðabandalög eins og ytri óvinur. (Kiljan kemur inn á þetta fyrirbæri í Gerplu). Hvern skyldi sameinað ESB velja?
Kolbrún Hilmars, 14.9.2016 kl. 13:57
Þar kom að því sem við vissum alltaf.Evrópa er illa haldin af fráhvarfseinkenni eftir stríðs áranna. A.H. Allan heiminn takk.-Já hver verður valinn Kolbrún? Varnarsjóður er í burðarliðnum,sem skal örva hernaðarrannsóknir og þróun.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2016 kl. 14:07
Helga.. heldur þú að það væri búinn að vera friður í Evrópu eftir seinna stríð nema fyrir tilstilli Evrópusambandsins? Þekkir þú sögu sambandsins í því efni?
Jón Bjarni, 14.9.2016 kl. 16:13
Jón Bjarni, þú gleymir NATO. Að vísu ef þú vilt trúa samsæriskenningunum, þá stofnuðu Bandaríkin ESB til að halda friðinn, þ.e. svo þeir færu ekki að berja innbyrðis.
Steinarr Kr. , 14.9.2016 kl. 16:16
Frá kola og stál-sniðinu,af afspurn..Til hvers leggja þeir ofur áherslu á útþennslu til austurs,sem er ekkert nema ögrun.-- Friður? Þeir skjóta ekki hvorn annan nei,en apparatið þarfnast auðlinda sem fyrr. Þeir girnast okkar og "léttvopnaðir" gera þeir atlögu að Íslandi með útlendingahersveit þeirra hér.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2016 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.