ESB í tilvistarkreppu - Evrópuher er svarið

Evrópusambandið er í tilvistarkreppu, segir Juncker forseti framkvæmdastjórnar ESB. Félagslegt óréttlæti, hátt atvinnuleysi, risavaxnar ríkisskuldir og flóttamannavandi grafa undan tiltrú almennings á ESB.

Juncker boðar stofnun Evrópuhers til að treysta samheldni aðildarríkja. Meiri og dýpri samvinna eftir úrsögn Breta er viðkvæði valdhafa í Brussel.

Stór-Evrópa með eigin her og sjálfstætt framkvæmdavald er svar ESB-sinna við sívaxandi óvinsældum. Næsta skref er að leita sér að óvini til að sameinast gegn. En fyrst þarf sem sagt Evrópuher.


mbl.is Bretar geta ekki valið úr að vild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekkert sameinar þjóðir eða þjóðabandalög eins og ytri óvinur.  (Kiljan kemur inn á þetta fyrirbæri í Gerplu).  Hvern skyldi sameinað ESB velja?

Kolbrún Hilmars, 14.9.2016 kl. 13:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar kom að því sem við vissum alltaf.Evrópa er illa haldin af fráhvarfseinkenni eftir stríðs áranna. A.H. Allan heiminn takk.-Já hver verður valinn Kolbrún? Varnarsjóður er í burðarliðnum,sem skal örva hernaðarrannsóknir og þróun. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2016 kl. 14:07

3 Smámynd: Jón Bjarni

Helga.. heldur þú að það væri búinn að vera friður í Evrópu eftir seinna stríð nema fyrir tilstilli Evrópusambandsins? Þekkir þú sögu sambandsins í því efni?

Jón Bjarni, 14.9.2016 kl. 16:13

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Jón Bjarni, þú gleymir NATO.  Að vísu ef þú vilt trúa samsæriskenningunum, þá stofnuðu Bandaríkin ESB til að halda friðinn, þ.e. svo þeir færu ekki að berja innbyrðis.

Steinarr Kr. , 14.9.2016 kl. 16:16

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Frá kola og stál-sniðinu,af afspurn..Til hvers leggja þeir ofur áherslu á útþennslu til austurs,sem er ekkert nema ögrun.-- Friður? Þeir skjóta ekki hvorn annan nei,en apparatið þarfnast auðlinda sem fyrr. Þeir girnast okkar og "léttvopnaðir" gera þeir atlögu að Íslandi með útlendingahersveit þeirra hér. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2016 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband