Þriðjudagur, 13. september 2016
Bjarni Ben í 5 sætið?
Sjálfstæðismenn ræða sín á milli hvort formaður flokksins eigi að rétta hlut kvenna í prófkjörinu í SV-kjördæmi og gefa eftir fyrsta sætið en setjast í það fimmta, sem er baráttusæti.
Prófkjörið er ekki bindandi enda innan við 50% þátttaka. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 5 sætið í prófkjörinu.
Nokkur umræða er í flokknum eftir prófkjörið um hlut kvenna. Bjarni Ben. sagði sjálfur á prófkjörskvöldi að æskilegt væri bæta hlut kvenna í efstu sætum.
Foringinn skapar fordæmi.
Athugasemdir
Eigum við ekki fyrst að spyrja. Hvers vegna konur kusu ekki konur?
Ómar Gíslason, 13.9.2016 kl. 15:55
Sammála, Ómar, að við eigum að spyrja hvort hrófla eigi við niðurstöðu sem er lýðræðisleg. Rökin þurfa að vera sterk. Ég hef enn ekki séð þau. En Bjarni Ben. talar töluvert í þá áttina og hann er í stöðu til að fylgja orðum sínum eftir. Ætli umræðan, sem ég vísa í, sé ekki til komin af þeirri ástæðu.
Páll Vilhjálmsson, 13.9.2016 kl. 16:29
tIL HVERS ERU ÞESSAR KOSNINGAR EF Á SVO AÐ HANDSTYRA ÞEIM- EFTIRÁ !
ER EKKI BARA MÁLIÐ AÐ ÞESSAR KONUR HAFA EKKI GÓÐA FERILSKRA- ÞÆR UNNU EKKI VINNUNA SÍNA- FERÐUÐUST Á KOSTNAÐ ALMENNIGS !
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.9.2016 kl. 20:29
Eftir því sem best ég veit þá kjósa karlar konur jafnt sem karla ef gagnsemin er ljós. Ég hygg að svo sé og með konur, en skilningur kynjanna á gagnsemi kann að vera misjöfn.
En á meðan kjörsókn er undir 50% þá hefur einhver ekki notað atkvæði sitt og væri þar með sæmst að þegja.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.9.2016 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.