Mánudagur, 12. september 2016
Flóttamenn ferðast til landa sem ofsækja þá
Flóttamenn koma til Evrópu oft undir því yfirskini að þeir séu ofsóttir í heimalandi sínu. Þýska útgáfan Die Welt segir að brögð séu að því að flóttamenn sem fá hæli í Þýskalandi takist á hendur ferðalög til heimalanda sinna, sem aftur bendi til að þeir hafi fengið hæli á fölskum forsendum.
Flóttamenn frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan og Líbanon fá hæli í Þýslandi, komast á atvinnuleysisskrá og fá bætur. Reglur um atvinnuleysisbætur eru þær að ef bótaþegi fer í ferðalag þarf hann að tilkynna hvert hann fer og hve lengi.
Die Welt er með staðfestar heimildir frá atvinnuleysisstofnun í Berlín að flóttamenn takist á hendur ferðalög til ríkja sem þeir flúðu frá. En vegna laga um persónuvernd eru þessar upplýsingar ekki samkeyrðar við gagnagrunn stofnana sem sjá um málefni flóttamanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.